Fara í innihald

Fylgnivilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fylgnivillan)
Mynd sýnir að það sé fylgni á milli neyslu á ís og glæpum en orsök á hvorutveggja er hlýtt veður.

Fylgnivilla, einnig þekkt undir latnesku heiti sínu cum hoc ergo propter hoc (þ.e. „með þessu, þess vegna út af þessu“) er rökvilla þar sem haldið er fram að atburður sé orsök annars atburðar eða annarra atburða sem gerast samtímis honum eða í kjölfarið á honum. Fylgnivillan er afbrigði af post hoc rökvillunni; munurinn er í hnotskurn sá að post hoc rökvillan gerir ráð fyrir fáum eða einstökum atburðum en fylgnivillan felst aftur á móti í því að gera ráð fyrir að regluleg fylgni sé vegna orsakasambands á milli atburða.

Fylgnivillan er í grófum dráttum svona:

  • A á sér stað á sama tíma og B.
  • Þar af leiðandi veldur A atburði B.

Í svona rökvillu þá er ályktun um orsakasamband milli tvegga eða fleiri hluta dregin, bara vegna þess að tekið var eftir gagnkvæmu sambandi eða tölfræðilegum tengslum á milli þeirra. Ef það er einhver fylgni á milli eins atburðar (A) með öðrum atburði (B) þá er sú ályktun að A valdi B án nokkrra heimilda. Það eru fjórar mögulegar útskýringar á þessu:

  1. B getur verið orsakavaldur A
  2. einhver þriðji atburður C getur hafa valdið A og B
  3. samband atburðanna er tilviljun, eða svo flókið eða óbeint að það mætti frekar kalla það tilviljun
  4. B getur valdið A á sama tíma og A veldur B

1. B veldur A

[breyta | breyta frumkóða]
Ef margir slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld þá er eldurinn alltaf stærri.
Slökkviliðsmenn valda eldi.

Þetta dæmi er auðskilið. Það er mikil fylgni á milli þess hve margir eru að slökkva eldinn og hve eldurinn er stór end það þýðir ekki að slökkviliðsmenn séu eldsupptökin. Ef eldurinn er stór þá eru fleiri slökkviliðsmenn boðaðir á staðinn en ef eldurinn er lítill.

2. Þriðji atburðurinn C veldur A og B

[breyta | breyta frumkóða]
Dæmi 1
Flestir sem sofna í skónum vakna með höfuðverk.
Skór valda höfuðverk ef maður sefur í þeim.

Þetta er dæmi um fylgnivilluna, en að ofan er ályktað að það að fara að sofa í skónum valdi höfuðverk. Líklegra er atburður C, eða áfengisdrykkja, hafi valdið þessu.

Dæmi 2
Fleiri drukna þegar ísbúðum gengur vel að selja ís.
Ís veldur druknun.

Dæmið að ofan minnist ekki á það hvenær ís er mest seldur, þ.e. um sumarið- en það er sá tími sem flestir synda.

3. Tilviljun

[breyta | breyta frumkóða]
Dæmi 1
Táningsstúlkur borða mikið súkkulaði, og þær eru líklegastar til þess að hafa unglingabólur.
Þar af leiðandi veldur neysla á súkkulaði unglingabólum.

Rökin fela í sér villu. Til dæmis er litið framhjá möguleikannum á að fylgnin sé tilviljun. Óháð því hversu sannfærandi tölfræðin kann að vera er eigi að síður ótækt að álykta um orsakasamband einungis á grundvelli fylgninnar. Ef neysla á súkkulaði og bólugröftur færu saman í öllum menningarsamfélögum og fylgnin héldist áratugum eða öldum saman mætti segja að hún gæfi okkur sterka vísbendingu. Eigi að síður er alltaf mögulegt að eitthvað annað en súkkulaðineyslan valdi bæði súkkulaðineyslunni og bólugreftrinum og því getur ályktun á grundvelli fylgninnar einnar aldrei verið alveg traust.

Dæmi 2
Andrúmsloft Jarðarinnar hlýnar þegar sjóræningjum fækkar á sama tíma.
Þar af leiðandi veldur skortur á sjóræningjum hlýnun Jarðar.

4. A veldur B og B veldur A

[breyta | breyta frumkóða]
Aukinn þrýstingur veldur auknum hita.
Þrýstingur veldur hita.

Kjörgaslögmálið lýsir sambandi á milli þrýstings og hita, og sýnir beina fylgni á milli beggja hluta. Ef massinn er stuðull þá mun aukinn hiti valda meiri þrýstingi, og aukinn þrýstingur mun valda meiri hita.

Dæmi um fylgnivillur

[breyta | breyta frumkóða]

Spaugilegt dæmi um rökvillu af þessu tagi var eitt sinn í þætti um Simpson fjölskylduna (7. þáttaröð, „Much Apu About Nothing“). Borgin hafði varið milljónum dollara í að hanna nýjar „bjarndýravarnir“ vegna þess að sést hafði til bjarndýrs á vappi í vikunni áður.

Homer: Ekki björn í augsýn. „Bjarndýravarnirnar“ svínvirka!
Lisa: Þetta eru gölluð rök, pabbi.
Homer: [án þess að skilja] Þakka þér, elskan.
Lisa: Samkvæmt þínum rökum gæti ég haldið því fram að þessi steinn héldi tígrisdýrum í burtu.
Homer: Hmm. Hvernig virkar hann?
Lisa: Hann virkar ekki; þetta er bara steinn!
Homer: Uh-huh.
Lisa: En ég sé engin tígrisdýr, hvað með þig?
Homer: (bið) Lisa, ég vil kaupa af þér steininn.