Kolhæna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fulica americana)
Kolhæna
Kolhæna
Kolhæna
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Undirflokkur: Neornithes
Innflokkur: Neognathae
Yfirættbálkur: Neoaves
Ættbálkur: Tranfuglar (Gruiformes)
Ætt: Relluætt (Rallidae)
Ættkvísl: Fulica
Tegund:
F. americana

Tvínefni
Fulica americana
Gmelin, 1789

Samheiti

Fulica hesterna Howard, 1963
and see text

Kolhæna (fræðiheiti: Fulica americana) er fugl af relluætt.

Kolhænur lifa í nágrenni við vatn, vanalega í votlendi og nálægt vötnum í Norður-Ameríku. Kjörlendi þeirra er við ferskvatn en þær geta þó dvalið nokkra mánuði að vetrarlagi við sjó. Kolhænur eru farfuglar sem koma til norðaustursvæða Bandaríkjanna á sumrin. Kolhæna er sjaldséður flækingur á Íslandi. Kolhænur éta aðallega þörungar og ýmis konar vatnagróður en einnig smádýr. Þær byggja vanalega hreiður sem flýtur á vatni. Karl- og kvenfugl eru svipaðir í útliti. Rannsóknir á hreiðuratferli kolhæna hafa sýnt að mæður gefa ungum með skærasta lit á fjaðraskrauti frekar fæðu og kolhænur sem verða fyrir því að aðrir fuglar verpa í hreiður þeirra hafa aðferðir til að þekkja hvaða afkvæmi eru þeirra.

Kolhæna er 34 - 43 sm löng með 58-71 sm vænghaf. Fullorðnir fulgar eru með stuttan þykkan hvítan gogg og hvítan ennisskjöld sem vanalega er með rauðbrúnum blett efst á goggi milli augna. Kolhæna er lík bleshænu en þekkist frá henni af hvítum undirstélþökum, öðruvísi neflagi og að ennisskjöldur er hvítur á bleshænu en rauðbrúnn á kolhænu. Kynin eru svipuð en kvenfuglar minni. Ungar eru með olífubrúna fjaðrakórónu og gráan líkama. Þeir verða fullvaxnir um 4 mánaða gamlir. Kolhænur eru oft í stórum hópum og geta hóparnir að vetrarlagi verið nokkur þúsund fuglar.

Kolhæna hefur sig á loft
Kolhænur eru oft í stórum hópum sérstaklega að vetrarlagi.

Mökunartími er í maí og júní. Kolhænur parast fyrir lífstíð ef aðstæður leyfa.

Hreiður kolhænu

Kolhænur byggja margs konar hreiðurbyggingar á hverjum varptíma. Hreiðrin eru byggð í vatni. Hreiðrin eru á velskýldum stöðum í háu sefi. Það eru þrenns konar hreiður, hreiður fyrir tilhugalífið, hreiður fyrir eggin en þau hreiður eru vanalega e30 sm í þvermál með 30-38 sm rampi sem foreldrarnir geta komið og farið á. Kornhænur byggja oft mörg eggjahreiður áður en þau velja það sem verpt er í. Sérstök hreiður eru svo byggð fyrir ungauppeldi, annað hvort byggð ný eða á grunni eggjahreiðurs sem þá er hækkað. Þar sem kolhænur byggja hreiður sín í vatni þá leysast þau auðveldlega upp og hafa skamman líftíma. Það þarf að vinna stöðugt í bæta í eggja- og ungahreiður til að halda þeim á floti og það er aðallega kvenfuglinn sem vinnur að þeirri byggingu. Kvenfuglar verpa einu eggi á dag. Þær verpa vanalega milli sólseturs og miðnættis. Í hreiðri þar sem varp hefst snemma vors eru fleiri egg, það eru að meðaltali 9 egg í hreiðri en ef varp hefst seint eru að meðaltali 6.4 egg í hreiðri. Fyrstu eggin eru þyngri en þau sem síðar koma. Ef egg misfarast verpir fuglinn aftur. Það er breytilegt hvernær fuglinn byrjar að sitja á eggjum það getur verið frá því að fyrsta eggi var verpt og þangað til öllum hefur verið verpt. Karl- og hvernfuglar skiptast á að sitja á eggjum en karlfuglar vinna mest á þeim 21 dögum sem útungun tekur. Í náttúrulega umhverfi komast aldrei meira en átta ungar á legg því þó egg hafi verið fleiri eru þau yfirgefin þegar þessum fjölda er náð. Það getur stafað af takmörkuðu fæðuframboði eða að umfram eggin örvi ekki foreldra til að halda áfram útungunaratferli.

Hormónar sem fara frá móður til eggsins hafa áhrif á hvernig afkvæmið vex, hegðar sér og hefur samskipti. Í kolhænum hefur komið fram tvenns konar gildi á androgen og testosteróni í ungahópnum. Egg sem verpt var fyrst hafa hærra testosterón en egg sem komu seinna. Kvenfuglar sem verpa þrisvar setja meira androgen í hvítu en kvenfuglar sem verpa aðeins einu sinni.

Kolhænur verpa bæði í eigin hreiður og annarra. Í rannsókn sem náði yfir fjögur ár kom fram að í 40 % hreiðra voru egg annarra fugla en foreldra og 13% af öllum eggjum var verpt af kvenfuglum í hreiður annarra kvenfugla.

Kolhænur hafa ólíkt öðrum fuglum sem hæfileika til að þekkja og hafna aðkomuungum frá eggjum sem aðrir fuglar hafa verpt í hreiður þeirra. Foreldrarnir ráðast á aðkomuungann, gogga í hann, drekkja honum, hindra að hann komist í hreiðrið og fleira. Þeir þekkja sína eigin unga af merkjum frá fyrsta unganum sem kemur úr eggi. Fyrsti unginn er viðmiðun fyrir foreldra til að greina á milli þeirra unga sem síðar koma úr hreiðri og ef ungar passa ekki við það er þeim hafnað.

Kolhæna með tveimur ungum

Fyrstu ummerki um að foreldrar gerðu upp á milli afkvæma eftir áberandi skrauti á ungum fannst hjá kolhænum. Svartir kolhænuungar hafa á fremri hluta líkama skrautlegan fjaðrakrans með fjöðrum sem eru appelsínugular fremst en eftir sex daga þá fölnar þessi skrautbúningur. Þessi ýkti skærliti búningur hefur ekkert gildi í lífsbaráttunni nema gerir ungum erfiðara að felast en foreldrar virðast fara eftir þessu. Því skærari sem liturinn er því líklegra er að unginn verði í uppáhaldi hjá foreldrum. Rannsóknir sýna að foreldrar taka unga í skrautbúningi fram yfir þá sem eru það ekki.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist