Frumefni í lotu 3
Útlit

Frumefni í lotu 3 eru þau frumefni sem eru í lotu (röð) 3 í lotukerfinu. Lotukerfið raðar frumefnum þannig að lotubundnir (endurteknir) eiginleikar þeirra standast á í hópum (dálkum). Ný röð hefst þar sem þessir eiginleikar endurtaka sig. Frumefni í lotu 3 eru átta talsins: natrín, magnesín, ál, kísill, fosfór, brennisteinn, klór og argon. Fyrstu tvö frumefnin eru í s-blokk lotukerfisins, en hin eru í p-blokk. Öll þessi frumefni hafa minnst eina stöðuga samsætu. Áttureglan gildir um frumefni 3. lotu sem hafa gildisrafeindir á þriðja rafeindahveli.
Öll þessi frumefni, fyrir utan ál og argon, eru mikilvæg lífi á jörðinni.[1] Fosfór og brennisteinn eru auk þess tvö af sex algengustu frumefnum sem finnast í lífverum.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Remick, Kaleigh; Helmann, John D. (30 janúar 2023). „The Elements of Life: A Biocentric Tour of the Periodic Table“. Advances in Microbial Physiology. 82: 1–127. doi:10.1016/bs.ampbs.2022.11.001. ISBN 978-0-443-19334-7. PMC 10727122. PMID 36948652.
- ↑ Education (2010). „CHNOPS: The Six Most Abundant Elements of Life“. Pearson Education. Pearson BioCoach. Afrit af uppruna á 27 júlí 2017. Sótt 10. desember 2010.