Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar
Jump to navigation
Jump to search
Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar eru verðlaun sem Samband ungra sjálfstæðismanna hafa veitt árlega frá árinu 2007.
Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bankaráðsmanns Landsbankans.[1]
Nokkuð var gagnrýnt að samtökin InDefence skyldu taka við verðlaununum árið 2010 í ljósi þess að samtökin höfðu mjög látið að sér kveðja í umræðunni um Icesave reikningana og þótti mörgum kaldhæðnislegt að samtökin tækju við verðlaunum sem kennd voru við mann svo nátengdan Icesave reikningunum.[2]
Stjórn SUS ákvað að nefna verðlaunin eftir Kjartani til að heiðra það starf sem hann hefur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hugmyndir frjálshyggjunnar.[3]
Verðlaunahafar[breyta | breyta frumkóða]
- 2019: Björgvin Guðmundsson og Björkin fæðingarstofa.
- 2018: Ásdís Halla Bragadóttir og Hvalur hf.[4]
- 2017: Óli Björn Kárason og Arnar Sigurðsson
- 2016: Sigríður Á. Andersen og Almenna bókafélagið[5]
- 2015: Vilhjálmur Árnason og Viðskiptaráð Íslands
- 2014: Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. [6]
- 2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin 78.[7]
- 2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX.[8]
- 2011: Ragnar Árnason og Advice.[9]
- 2010: InDefence og Brynjar Níelsson. [10]
- 2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið.[11]
- 2008: Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráð Íslands.[12]
- 2007: Félagið Andríki (sem gefur m.a. út Vefþjóðviljann) og Andri Snær Magnason.[13]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Frelsisverðlaun SUS afhent í fyrsta skipti“. Hægri.is. 5. janúar 2007.
- ↑ „InDefence þáði verðlaun kennd við varaformann stjórnar gamla Landsbankans“. Eyjan. 30. ágúst 2010.
- ↑ „Frelsisverðlaun SUS afhent í fyrsta skipti“. Hægri.is. 5. janúar 2007.
- ↑ [1]
- ↑ „Sigríður Andersen fær frelsisverðlaun“. mbl.is (21. júlí 2016)
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/23/pawel_faer_frelsisverdlaun_kjartans
- ↑ „Samtökin '78 fá Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar“. visir.is. 28. júní 2013.
- ↑ „Hannes og AMX fá frelsisverðlaun“. dv.is. 29. júní 2012.
- ↑ „Frelsisverðlaun veitt Ragnari Árnasyni og Advice“. mbl.is. 16. júní 2011.
- ↑ „InDefence þiggja frelsisverðlaunin“. Vísir.is. 30. ágúst 2010.
- ↑ „SUS heiðrar Davíð Scheving og Hugmyndaráðuneytið“. mbl.is. 8. júní 2009.
- ↑ „Margrét Pála og Viðskiptaráð hljóta frelsisverðlaun“. mbl.is. 3. apríl 2008.
- ↑ „Andríki og Andri Snær Magnason hlutu frelsisverðlaun SUS“. mbl.is. 5. janúar 2007.