Fraxinus floribunda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fraxinus floribunda
多花梣 duo hua qin

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Geiri: Fraxinus sect. Ornus
Tegund:
F. floribunda

Tvínefni
Fraxinus floribunda
Wall.[1]

Fraxinus floribunda er tegund af eskitré sem er ættað frá Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu. Hann vex í Afghanistan, Pakistan, Nepal, Assam, Bútan, Laos, Myanmar (Búrma), Taílandi, Víetnam, Ryukyu-eyjum, og hluta af Kína (Guangdong, Guangxi, Guizhou, Xizang, Yunnan, Zhejiang).[2][3]

Fraxinus floribunda er meðalstórt lauffellandi tré, um 10 til 15 m hátt með bol að 50 sm í þvermál, með gráan börk. Blöðin eru gagnstæð, fjaðurskift, með 7-9 tenntum smáblöðum. Blómin eru hvít, með 3-4 mm löngum krónublöðum, í stórum greindum klösum að 25 sm í þvermál. Fræið er hneta, með langan, grannan væng sem er 2,4-4 sm langur og 3-4 mm breiður.[1][3][4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.