Fara í innihald

Francis MacDonald Cornford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Francis Macdonald Cornford (27. febrúar 18743. janúar 1943) var enskur fornfræðingur og skáld. Hann var félagi á Trinity College, Cambridge frá árinu 1899 og gegndi kennslustöðu við háskólann frá árinu 1902. Hann varð Laurence Professor of Ancient Philosophy árið 1931.

Í bók sinni Thucydides Mythistoricus frá árinu 1907 færði hann rök fyrir því að Saga Pelópsskagastríðsins einkenndist af tragískum skoðunum höfundarins, Þúkýdídesar. Ef til vill er Cornford þó betur þekktur fyrir verk sitt Microcosmographia Academica frá árinu 1908, sem er sígild háðsádeila á háskólapólitík rituð af manni sem tók þátt í þeim. Bókin er heimild fyrir mörgum fleygum setningum, svo sem: doctrine of unripeness of time.

Cornford var einnig mikilvægur fræðimaður um fornaldarheimspeki. Rit hans Plato's Cosmology: The Timaeus of Plato frá árinu 1935 er enn eitt mikilvægasta skýringarritið við samræðuna Tímajos eftir Platon og Plato's Theory of Knowledge: The Theaetetus and Sophist of Plato frá 1935 er enn mikilvægt skýringarrit við samræðurnar Þeætetos og Fræðarann eftir Platon. Meðal annarra rita hans um fornaldarheimspeki og fornfræði má nefna Greek Religious Thought From Homer to the Age of Alexander frá árinu 1923, Before and After Socrates frá árinu 1932, Plato and Parmenides frá 1939, From Religion to Philosophy frá 1957

Cornford kvæntist skáldinu Frances Cornford (fædd Darwin), og skáldið John Cornford var sonur þeirra.