Framfærsluvísitala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framfærsluvísitala er vísitala sem mælir breytingar á framfærslukostnaði meðalfjölskyldu. Meðalfjölskyldan, sem miðað er við, er hin svokallaða vísitölufjölskylda, þ.e.a.s. hjón með tvö börn (3,98 einstaklingar).

Grunnur framfærsluvísitölu byggir á niðurstöðum rannsókna Hagstofunnar yfir visst tímabil. Þeir útgjaldaþættir sem mest vægi hafa eru t.d. húsnæði, bifreið, matvörur, föt, skemmtanir o.s.frv. Vísitala framfærslukostnaðar er reiknuð fjórum sinnum á ári og sýnir verðlag í byrjun febrúar, maí, ágúst og nóvember.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.