Fara í innihald

Frambjóðendur til stjórnlagaþings á Íslandi 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frambjóðendur til stjórnlagaþings á Íslandi 2010 eru íslenskir ríkisborgarar sem buðu sig fram í kosningum til stjórnlagaþings á Íslandi 2010. Hver frambjóðandi þurfti að safna að minnsta kosti 30 meðmælendum, en undirskrift hvers meðmælanda þurfti að vera vottuð með undirskriftum tveggja annara borgara. Hver meðmælandi mátti aðeins mæla með einum frambjóðanda. Skilafrestur rann út mánudaginn 18. október 2010 að hádegi, en fyrir þann tíma þurfti að skila inn umsókn til Landskjörstjórnar [1] Hlutverk stjórnlagaþingsins átti að vera gerð tillögu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands vorið 2011. Eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna[2] voru flestir þeirra, sem áður höfðu verið lýstir réttkjörnir, skipaðir fulltrúar í nýtt Stjórnlagaráð með þingsályktun[3] Alþingis. Alls höfðu 526 manns gefið kost á sér, en þrír drógu framboð sín til baka svo eftir stóðu 523, 159 konur og 364 karlar.[4] Eftirfarandi listi er byggður á opinberum lista Landskjörstjórnar.


Frambjóðendur til stjórnlagaþings á Íslandi 2010
A - I  • Í - R  • S - Ö


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Landskjörstjórn. „Framboð til stjórnlagaþings. Eyðublöð fyrir framboð“.
  2. Hæstirétturi Íslands. „Endurrit úr gerðabók Hæstaréttar 25. janúar 2011“.
  3. Alþingi. „Þingskjal 1120; lokaskjal, 139. löggjafarþings, 549. mál: Skipun stjórnlagaráðs; þingsályktun“.
  4. Dóms­mála- og mannréttindaráðuneyti Íslands. „523 í framboði til stjórnlagaþings“.