Frímúrarareglan á Íslandi
Frímúrarareglan á Íslandi (stofnuð 23. júlí 1951) er íslenskt bræðrafélag. Hún er ein af tveimur frímúrarareglum á Íslandi. Hún hefur rúmlega 3.500 félaga í 30 stúkum. Reglan er eins konar skóli, skipt í 11 stig sem skiptist á stúkur reglunnar.[1] Hún veitir mönnum dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfinu. Hún byggir á kristinni trú og gerir kröfu um að allir meðlimir félagsins séu kristnir.[2] Meðal stofnenda reglunnar á Íslandi var Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands.
Frímúrarareglan starfrækir stúkur víðs vegar um landið; í Reykjavík, Akranesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Siglufirði, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, Keflavík og Hafnarfirði.
Stigskipting
[breyta | breyta frumkóða]- St. Jóhannesarstúka: 1-3 stig
- St. Andrésarstúka: 4-6 stig
- Stúartstúka
- Landsstúka
Inngangskröfur reglunnar er 24 ára aldur, kristin trú, óflekkað mannorð og að tveir meðlimir innan reglunnar mæli með einstaklingnum. Eftir umsókn tekur við biðtími sem er ákvörðunartími reglunnar.[3] Nýr meðlimur gengur í Jóhannesartúku og tilheyrir henni alltaf enda er hún móðurstig reglunnar. Eftir að meðlimur hefur hækkað sig um þrjú stig, er hann færður í St. Andrésarstúku, en þetta þýðir að meðlimurinn færist í aðra stúku innan reglunnar. Á þennan hátt færir meðlimur sig upp um stig og stúkur.[4]
Stúkur
[breyta | breyta frumkóða]Nafn stúku[5] | Stofnun | Stig | Aðsetur |
---|---|---|---|
Landstúka | 23.07 1951 | Landsstúkan | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Stúartstúka | 08.12 1983 | Stúartstúka 1. stig | Gilsbakkavegur 15, Akureyri |
Helgafell | 14.07 1934 | St. Andrésarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Huld | 30.09 1949 | St. Andrésarstúka | Gilsbakkavegur 15, Akureyri |
Hlín | 14.11 1992 | St. Andrésarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Hekla | 20.02 2002 | St. Andrésarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Harpa | 18.10.2014 | St. Andrésarstúka | Kristjánsgata, Ísafjörður |
Huginn | 31.01.2015 | St. Andrésarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Edda | 06.01.1919 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Rún | 05.08.1932 | St. Jóhannesarstúka | Gilsbakkavegur 15, Akureyri |
Mímir | 14.02.1952 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Njála | 02.08.1953 | St. Jóhannesarstúka | Kristjánsgata, Ísafjörður |
Gimli | 02.11. 1957 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Hamar | 01.11.1963 | St. Jóhannesarstúka | Ljósatröð 2, Hafnarfjörður |
Akur | 25.03.1973 | St. Jóhannesarstúka | Stillholt 14, Akranes |
Glitnir | 11.01.1975 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Sindri | 21.11.1978 | St. Jóhannesarstúka | Bakkastíg 16, Njarðvík |
Röðull | 03.12.1983 | St. Jóhannesarstúka | Hrísmýri 1, Selfoss |
Fjölnir | 25.01.1987 | St. Jóhannesarstúka | Skúlagata 55, Reykjavík |
Njörður | 20.10.1999 | St. Jóhannesarstúka | Ljósatröð 2, Hafnarfirði |
Mælifell | 06.05.2001 | St. Jóhannesarstúka | Borgarmýri 1, Sauðárkróki |
Snorri | 09.04.2010 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Iðunn | 18.04.2010 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Vaka | 17.11.1990 | St. Jóhannesarstúka | Tjarnarási 6, Egilstöðum |
Lilja | 01.02.2012 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Hlér | 15.11.2014 | St. Jóhannesarstúka | Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík |
Harpa | 22.05.2004 | St. Jóhannesarstúka | Kristjánsgata, Ísafjörður |
Draupnir | 07.05.1981 | St. Jóhannesarstúka | Garðarsbraut 62, Húsavík |
Dröfn | 19.11.1983 | St. Jóhannesarstúka | Grundargata 11, Siglufjörður |
Hlér | 16.11.1985 | St. Jóhannesarstúka | Geirseyri, Vestmannaeyjar |
Borg | 09.01.1988 | St. Jóhannesarstúka | Smiðjustígur 3, Stykkishólmur |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hvað er frímúrakerfi Geymt 8 febrúar 2011 í Wayback Machine Frímúrareglan á Íslandi
- ↑ Hvað er gert á stúkufundum? Geymt 8 febrúar 2011 í Wayback Machine Frímúran á Íslandi
- ↑ Hvernig gerast menn félagar? Geymt 15 mars 2010 í Wayback Machine Frímúrareglan á Íslandi
- ↑ Loger (norska) Norska Frímúrarareglan
- ↑ Stúkur Geymt 15 mars 2010 í Wayback Machine Frímúrareglan á íslandi