Fara í innihald

Frímúrarareglan á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frímúrarareglan á Íslandi (stofnuð 23. júlí 1951) er íslenskt bræðrafélag. Hún er ein af tveimur frímúrarareglum á Íslandi. Hún hefur rúmlega 3.500 félaga í 30 stúkum. Reglan er eins konar skóli, skipt í 11 stig sem skiptist á stúkur reglunnar.[1] Hún veitir mönnum dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfinu. Hún byggir á kristinni trú og gerir kröfu um að allir meðlimir félagsins séu kristnir.[2] Meðal stofnenda reglunnar á Íslandi var Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands.

Frímúrarareglan starfrækir stúkur víðs vegar um landið; í Reykjavík, Akranesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Siglufirði, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, Keflavík og Hafnarfirði.

Stigskipting

[breyta | breyta frumkóða]
  • St. Jóhannesarstúka: 1-3 stig
  • St. Andrésarstúka: 4-6 stig
  • Stúartstúka
  • Landsstúka

Inngangskröfur reglunnar er 24 ára aldur, kristin trú, óflekkað mannorð og að tveir meðlimir innan reglunnar mæli með einstaklingnum. Eftir umsókn tekur við biðtími sem er ákvörðunartími reglunnar.[3] Nýr meðlimur gengur í Jóhannesartúku og tilheyrir henni alltaf enda er hún móðurstig reglunnar. Eftir að meðlimur hefur hækkað sig um þrjú stig, er hann færður í St. Andrésarstúku, en þetta þýðir að meðlimurinn færist í aðra stúku innan reglunnar. Á þennan hátt færir meðlimur sig upp um stig og stúkur.[4]

Nafn stúku[5] Stofnun Stig Aðsetur
Landstúka 23.07 1951 Landsstúkan Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Stúartstúka 08.12 1983 Stúartstúka 1. stig Gilsbakkavegur 15, Akureyri
Helgafell 14.07 1934 St. Andrésarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Huld 30.09 1949 St. Andrésarstúka Gilsbakkavegur 15, Akureyri
Hlín 14.11 1992 St. Andrésarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Hekla 20.02 2002 St. Andrésarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Harpa 18.10.2014 St. Andrésarstúka Kristjánsgata, Ísafjörður
Huginn 31.01.2015 St. Andrésarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Edda 06.01.1919 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Rún 05.08.1932 St. Jóhannesarstúka Gilsbakkavegur 15, Akureyri
Mímir 14.02.1952 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Njála 02.08.1953 St. Jóhannesarstúka Kristjánsgata, Ísafjörður
Gimli 02.11. 1957 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Hamar 01.11.1963 St. Jóhannesarstúka Ljósatröð 2, Hafnarfjörður
Akur 25.03.1973 St. Jóhannesarstúka Stillholt 14, Akranes
Glitnir 11.01.1975 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Sindri 21.11.1978 St. Jóhannesarstúka Bakkastíg 16, Njarðvík
Röðull 03.12.1983 St. Jóhannesarstúka Hrísmýri 1, Selfoss
Fjölnir 25.01.1987 St. Jóhannesarstúka Skúlagata 55, Reykjavík
Njörður 20.10.1999 St. Jóhannesarstúka Ljósatröð 2, Hafnarfirði
Mælifell 06.05.2001 St. Jóhannesarstúka Borgarmýri 1, Sauðárkróki
Snorri 09.04.2010 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Iðunn 18.04.2010 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Vaka 17.11.1990 St. Jóhannesarstúka Tjarnarási 6, Egilstöðum
Lilja 01.02.2012 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Hlér 15.11.2014 St. Jóhannesarstúka Bríetartún 3-5, 105 Reykjavík
Harpa 22.05.2004 St. Jóhannesarstúka Kristjánsgata, Ísafjörður
Draupnir 07.05.1981 St. Jóhannesarstúka Garðarsbraut 62, Húsavík
Dröfn 19.11.1983 St. Jóhannesarstúka Grundargata 11, Siglufjörður
Hlér 16.11.1985 St. Jóhannesarstúka Geirseyri, Vestmannaeyjar
Borg 09.01.1988 St. Jóhannesarstúka Smiðjustígur 3, Stykkishólmur
  1. Hvað er frímúrakerfi Geymt 8 febrúar 2011 í Wayback Machine Frímúrareglan á Íslandi
  2. Hvað er gert á stúkufundum? Geymt 8 febrúar 2011 í Wayback Machine Frímúran á Íslandi
  3. Hvernig gerast menn félagar? Geymt 15 mars 2010 í Wayback Machine Frímúrareglan á Íslandi
  4. Loger (norska) Norska Frímúrarareglan
  5. Stúkur Geymt 15 mars 2010 í Wayback Machine Frímúrareglan á íslandi