Fríholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seglskúta með fríholtið tilbúið.

Fríholt, fender eða þybba er belgur sem hengdur er á síðu skips til að verja það hnjaski þegar lagt er að bryggju eða öðrum bátum. Í dag eru fríholt yfirleitt loftfylltir belgir úr gúmmílíki eða plasti, frauðplastkubbar eða bíldekk; en áður fyrr voru þau fléttuð úr reipum með sérstakri tækni til að skapa mjúkan stuðpúða. Tegund og stærð fríholta veltur á stærð og þyngd bátsins, tegund bryggju og sjávarföllum. Fríholtin eru tekin upp og geymd meðan skipið er á siglingu, og tekin fram þegar lagst er að bryggju. Þau eru stillt eftir hæð kantsins við skipshliðina, og fest með lausum hnút eða sleppihnút. Þegar lagt er að bryggju á minni bátum er algengt að einn eða fleiri bátsverjar hafi laus fríholt í hendi til að setja á milli þar sem báturinn kemur fyrst við kantinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.