Frægðarhöll lagahöfunda
Útlit
Frægðarhöll lagahöfunda (e. Songwriters Hall of Fame, SHOF) er bandarísk stofnun sem var stofnuð árið 1969 af Johnny Mercer, Abe Olman og Howie Richmond. Hlutverk hennar er að heiðra þá sem hafa lagt sitt af mörkum til sögu laga í dægurtónlist.
Frægðarhöllin hefur enga fasta staðsetningu, en árið 2010 var sett upp sýning í Grammy-safninu í Los Angeles.[1] Meðal þekktra lagahöfunda sem hafa verið teknir inn eru Burt Bacharach (1972), John Lennon og Paul McCartney (1987),[2][3] Elton John (1992), Michael Jackson (2002),[4] og meðlimir hljómsveitanna Bee Gees (1994) og Queen (2003).[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „About Us“. Songwriters Hall of Fame. Afrit af uppruna á 17 júní 2015. Sótt 14 júní 2015.
- ↑ „John Lennon | Songwriters Hall of Fame“. www.songhall.org. Sótt 10 október 2022.
- ↑ „Sir Paul McCartney | Songwriters Hall of Fame“. www.songhall.org. Sótt 10 október 2022.
- ↑ Sanneh, Kelefa (15 júní 2002). „Hall of Fame Inducts Songwriters“. The New York Times. Sótt 11 apríl 2019.
- ↑ „The Lives & Music of Queen“. ABC. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 október 2007. Sótt 11 júní 2011.