Fossárdalur (Berufirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tekið innanúr Fossárdal
Fossá

Fossárdalur er dalur sem gengur upp af Berufirði. Dalurinn er prýddur háum hamraveggjum allt um kring. Dalurinn dregur nafn sitt af Fossá sem fellur út eftir í dalnum í fleiri en 30 fossum, mismunandi að stærð.

Árið 1703 varð aðeins eitt býli í dalnum, býlið Fossárdalur en nafninu var breytt eftir 1866 í Eyjólfsstaði. Frá miðri 19. öld hafa talist þrjár jarðir í dalnum en þær eru Eiríksstaðir, Eyjólfsstaðir og Víðines. Býlið Víðines var byggt upp úr beitarhúsum frá Eyjólfsstöðum um 1845. Árið 1910 fara Eiríksstaðir í eyði og árið 1944 fer Víðines í eyði.

Í dalnum er nú einn sveitabær sem heitir Fossárdalur en dalnum er skipt upp í þrjár jarðir. Það eru Eiríksstaðir eftir bæ sem að var syðramegin í dalnum, Eyjólfsstaðir eftir síðasta bæ sem fór í eyði þegar bændurnir byggðu sér nýtt íbúðarhús og kölluðu það Fossárdalsbæinn sem er um 600 m innar í dalnum heldur en Eyjólfsstaðir. Síðast er það svo Víðines sem að heitir eftir bæ sem fór í eyði árið 1944. Ummerki hafa fundist um allt að 14 býli í dalnum sem hafa verið fyrir Svarta dauða.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]