Forvirkar rannsóknarheimildir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forvirkar rannsóknarheimildir eru lagaheimildir til að rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en gætu verið það að mati yfirvalda. Ekki eru heimildir fyrir slíku í íslenskum lögum. Helstu talsmenn forvirkra rannsóknarheimilda á Íslandi eru Ögmundur Jónasson, Björn Bjarnason, Ragna Árnadóttir og Siv Friðleifsdóttir. Forvirkar rannsóknarheimildir fela í sér persónunjósnir og hleranir án dómsúrskurðar. Athæfi sem forvirkar rannsóknarheimildir er beitt gegn þarf ekki að vera refsivert.[1] Forvirkar rannsóknarheimildir beinast gegn fólki með tilteknar skoðanir, svo sem náttúruverndarsinnum, og fela í sér að fylgst væri sérstaklega með skoðunum sem fólk tjáir, en á heimasíðu Björns segir til dæmis:

„Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur rætt um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu án þess að þær eigi að snúa að hópum af pólitískum toga. Undir þá skilgreiningu falla umhverfis- og náttúruverndarsinnar og ýmsir hryðjuverkahópar. Þá segist ódæðismaðurinn í Ósló og Útey vinna að pólitísku markmiði með fjöldamorðinu. Ef fylgst hefði verið með vefsíðu hans hefði kannski mátt greina hvað fyrir honum vakti. Hann hafði hins vegar aldrei komist í kast við lögin og lá ekki undir grun þrátt fyrir öfgafullar skoðanir.“[2]

Þann fjórtánda febrúar 2011 lagði hópur níu þingmanna fram þingsályktunartillögu um að innanríkisráðherra legði fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]