Forsetakosningar á Íslandi 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Enginn mótframbjóðandi bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari 2008.

Forsetakosningar á Íslandi 2008 fór fram þann 28. júní 2008,[1] en enginn bauð sig fram gegn þáverandi forseta Ólafi Ragnari Grímssyni sem var því sjálfkjörinn og hóf sitt fjórða kjörtímabil.

Í nýársávarpi forseta 1. janúar 2008 gaf Ólafur Ragnar kost á sér til endurkjörs sem forseti Íslands. [2]

Ástþór Magnússon sem bauð sig fram í forsetakosningunum 1996 og 2004 hélt blaðamannafund í janúar 2008 þar sem hann gaf ekki upp hvort að hann sæktist sjálfur eftir embættinu en bauðst til þess að greiða kostnað vegna forsetakosninga úr eigin vasa ef af yrði.[3] Hann lýsti því svo yfir í apríl að hann hygðist ekki bjóða sig fram.[4]

Ekki kom til kosninga svo Ólafur Ragnar Grímsson var settur í settur í embætti forseta Íslands í fjórða sinn við hátíðlega athöfn 1. ágúst 2008. Næstu forsetakosningar voru haldnar árið 2012.


Fyrir:
Forsetakosningar 2004
Forsetakosningar Eftir:
Forsetakosningar 2012

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Lög um framboð og kjör forseta Íslands“. Sótt 20. desember 2008.
  2. „Gefur kost á sér til endurkjörs“. Sótt 2. janúar 2008.
  3. „Ástþór býðst til að borga fyrir lýðræðið“. 24. janúar 2008.
  4. „Ástþór býður sig ekki fram“. 27. apríl 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.