Forsætisráðherra Lúxemborgar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Luc Frieden árið 2023.

Forsætisráðherra Lúxemborgar er stjórnarleiðtogi ríkisstjórnar Lúxemborgar. Titillinn hefur verið formlegur frá 1989 en áður notuðust stjórnarleiðtogar við titla á borð við stjórnarforseti, forseti ríkisráðsins eða ríkisráðherra, þótt það hafi alltaf verið talið jafngilda forsætisráðherraembætti í reynd. Embættið var búið til með breytingum á fyrstu stjórnarskrá Lúxemborgar (frá 1841) árið 1848. Til 1918 voru forsætisráðherrar valdir og skipaðir beint af stórhertoganum. Þeir voru oftast óháðir tveimur helstu fylkingunum á þinginu, íhaldssömum kaþólikkum og frjálslyndum. Eftir Fyrri heimsstyrjöld voru gerðar breytingar á stjórnarskránni, almennur kosningaréttur innleiddur ásamt hlutfallskosningu og fjölflokkakerfi. Síðan þá hafa nær allar ríkisstjórnir Lúxemborgar verið samsteypustjórnir.

Núverandi forsætisráðherra er Luc Frieden.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.