Forsætisráðherra Indlands
Forsætisráðherra Indlands
Bhārata kē Pradhānamantrī | |
---|---|
![]() Merki forsætisráðherra Indlands | |
![]() | |
Forsætisráðuneytið Ráðherraráð sambandsins Framkvæmdavald ríkisstjórnar Indlands | |
Gerð | Ríkisstjórnarleiðtogi |
Meðlimur | Þings Indlands Sambandsráðs ráðherra |
Opinbert aðsetur | 7, Lok Kalyan Marg, Nýju-Delí, Delí, Indlandi |
Sæti | Ráðuneytisbyggingin, Delí, Indlandi |
Tilnefndur af | Þingmönnum Lok Sabha |
Skipaður af | Forseta Indlands í samræmi við meirihlutastuðning hins skipaða á neðri deild þingsins |
Kjörtímabil | Eins lengi og forsetinn óskar; kjörtímabil Lok Sabha er fimm ár nema þing sé rofið á undan áætlun |
Lagaheimild | 74. og 75. gr. stjórnarskrár Indlands |
Forveri | Varaforseti framkvæmdaráðsins |
Stofnun | 15. ágúst 1947 |
Fyrsti embættishafi | Jawaharlal Nehru |
Staðgengill | Aðstoðarforsætisráðherra |
Laun | ₹280.000 (á mánuði) ₹336.0000 (á ári)[1] |
Vefsíða | pmindia |
Forsætisráðherra Indlands er ríkisstjórnarleiðtogi[2] Lýðveldisins Indlands. Forsætisráðherra fer með framkvæmdavald í landinu ásamt ráðherraráði sem hann velur[3][4][5] þótt forseti Indlands sé að nafninu til leiðtogi framkvæmdaarms ríkisstjórnarinnar.[6][7][8][9] Forsætisráðherrann verður að eiga sæti á annarri hvorri deild indverska þingsins.[10] Forsætisráðherrann og stjórn hans eru ætíð ábyrg gagnvart Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins.[11][12]
Forsætisráðherrann er útnefndur af forseta Indlands en verður að njóta trausts meirihluta þingmanna Lok Sabha, sem eru kjörnir í þingkosningum á fimm ára fresti. Forsætisráðherrann getur hvort heldur sem er verið þingmaður á Lok Sabha eða efri þingdeildarinnar Rajya Sabha. Forsætisráðherrann skipar og leysir aðra meðlimi í ráðherraráðinu úr embætti og útdeilir embættum innan ríkisstjórnarinnar.
Þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Indlands var Jawaharlal Nehru, sem var jafnframt sá fyrsti, og sat í 16 ár og 286 daga. Á eftir honum kom stutt ráðherratíð Lal Bahadur Shastri og síðan 11 og fjögurra ára embættistímabil Indira Gandhi, en öll voru þau úr Indverska þjóðarráðsflokknum. Eftir að Indira Gandhi var myrt tók sonur hennar, Rajiv Gandhi, við til 1989, en á eftir fylgdi áratugur fimm veikburða ríkisstjórna. Síðan þá hafa P. V. Narasimha Rao, Atal Bihari Vajpayee, Manmohan Singh og Narendra Modi lokið kjörtímabilum í embætti forsætisráðherra. Modi er núverandi forsætisráðherra Indlands, frá 26. maí 2014.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ samkvæmt 3. kafla of „laga um laun og hlunnindi ráðherra frá 1952 og reglna sem á þeim byggja“ (PDF). Innanríkisráðuneyti Indlands. Sótt 28 janúar 2019.
- ↑ 74. gr. stjórnarskrár Indlands
- ↑ Majeed, Akhtar (2005), „Republic of India“, Í Kincaid, John; Tarr, G. Alan (ritstjórar), Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries, A Global Dialogue on Federalism, Volume I, Montreal & Kingston: McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies, bls. 180–207, 185, ISBN 0-7735-2849-0, „...the executive authority is vested in the prime minister and in his Council of Ministers. (p. 185)“
- ↑ Dam, Shubhankar (2016), „Executive“, Í Choudhry, Sujit; Khosla, Madhav; Mehta, Pratap Bhanu (ritstjórar), The Oxford Handbook of the Indian Constitution, Oxford and New York: Oxford University Press, bls. 307, ISBN 978-0-19-870489-8, „Executive power, ordinarily, is exercised by Prime Minister.“
- ↑ Britannica, Eds. Encycl. (20 febrúar 2020), „List of prime ministers of India“, Encyclopaedia Britannica, Encyclopædia Britannica, Inc., sótt 2 apríl 2022, „Effective executive power rests with the Council of Ministers, headed by the prime minister“
- ↑ Pillay, Anashri (2019), „The Constitution of the Republic of India“, Í Masterman, Roger; Schütze, Robert (ritstjórar), Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law, Cambridge University Press, bls. 146–147, doi:10.1017/9781316716731, ISBN 978-1-107-16781-0, LCCN 2019019723, S2CID 219881288, „An elected President is the nominal head of state but exercises little power.“
- ↑ Majeed, Akhtar (2005), „Republic of India“, Í Kincaid, John; Tarr, G. Alan (ritstjórar), Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries, A Global Dialogue on Federalism, Volume I, Montreal & Kingston: McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies, bls. 180–207, 185, ISBN 0-7735-2849-0, „...The president is the constitutional head. (p. 185)“
- ↑ Dam, Shubhankar (2016), „Executive“, Í Choudhry, Sujit; Khosla, Madhav; Mehta, Pratap Bhanu (ritstjórar), The Oxford Handbook of the Indian Constitution, Oxford and New York: Oxford University Press, bls. 307, ISBN 978-0-19-870489-8, „The President is the head of the Union of India“
- ↑ Singh, Nirvikar (2018), „Holding India Together: The Role of Institutions of Federalism“, Í Mishra, Ajit; Ray, Tridip (ritstjórar), Markets, Governance, and Institutions: In the Process of Economic Development, Oxford University Press, bls. 300–323, 306, ISBN 978-0-19-881255-5
- ↑ Pillay, Anashri (2019), „The Constitution of the Republic of India“, Í Masterman, Roger; Schütze, Robert (ritstjórar), Cambridge Companion to Comparative Constitutional Law, Cambridge University Press, bls. 146–147, doi:10.1017/9781316716731, ISBN 978-1-107-16781-0, LCCN 2019019723, S2CID 219881288, „... Like the British system, there are two houses of parliament – the Lok Sabha, which has 545 members, is the main legislative body. In practice, it is the party with a majority in the Lok Sabha which elects its leader as the Prime Minister.“
- ↑ Dam, Shubhankar (2016), „Executive“, Í Choudhry, Sujit; Khosla, Madhav; Mehta, Pratap Bhanu (ritstjórar), The Oxford Handbook of the Indian Constitution, Oxford and New York: Oxford University Press, bls. 307, ISBN 978-0-19-870489-8, „Along with his or her cabinet, the Prime Minister is responsible to the Lower House of Parliament.“
- ↑ Majeed, Akhtar (2005), „Republic of India“, Í Kincaid, John; Tarr, G. Alan (ritstjórar), Constitutional Origins, Structure, and Change in Federal Countries, A Global Dialogue on Federalism, Volume I, Montreal & Kingston: McGill-Queen's University Press for Forum of Federation and International Association of Centers for Federal Studies, bls. 180–207, 185, ISBN 0-7735-2849-0, „...Both for the Union and the states, a "cabinet-type" system of parliamentary government has been instituted in which the executive is continuously responsible to the legislature. (p. 185)“