Fara í innihald

Formúla 1 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Max Verstappen vann sinn annan heimsmeistaratitil í röð keyrandi fyrir Red Bull Racing.
Charles Leclerc endaði í öðru sæti keyrandi fyrir Ferrari eftir að hafa leitt mótið í byrjun tímabils.
Liðsfélagi Verstappen Sergio Pérez var þriðji, keyrandi fyrir Red Bull Racing.
Red Bull Racing unnu sinn fimmta titil bílasmiða.
Ferrari enduðu í öðru sæti, þeirra besti árangur síðan 2019.
Ríkjandi heimsmeistarar Mercedes enduðu í þriðja sæti eftir að hafa unnið 8 titla í röð (2014–2021)

2022 FIA Formúla 1 Heimsmeistarakeppnin var 73 tímabilið af Formúlu 1 heimsmeistarakeppninni. Það er samkvæmt Fédération Internationale de l'Automobile (FIA), stjórn alþjóðlegra akstursíþrótta, hæsti flokkur í keppni bíla án yfirbyggingar yfir hjóla. Heimsmeistarakeppnin spannaði 22 kappakstra víðsvegar um heiminn. Tímabilið byrjaði í mars og lauk í nóvember. Tímabilinu lauk fyrr en árin fyrir til að vera ekki á sama tíma og HM karla í fótbolta.

Keppt var um tvo heimsmeistaratitla, annarsvega ökumanna og hinsvegar bílasmiða. Fyrir 2022 tímabilið tóku í gildi reglubreytingar sem nýta ground effect niðurtogs hönnun á bílum í fyrsta skipti síðan 1982. Ríkjandi heimsmeistari ökumanna Max Verstappen vann sinn annan titil í röð og lið hans Red Bull Racing vann sinn fimmta titil bílasmiða. Ríkjandi heimsmeistarar bílasmiða Mercedes unnu aðeins eina keppni á tímabilinu og enduðu í þriðja sæti.

2022 var seinasta ár fjórfalda heimsmeistarans Sebastian Vettel. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti erfitt tímabil með Mercedes, hann náði ekki einum ráspól né neinum sigri í fyrsta skipti síðan ferill hans í Formúlu 1 hófst árið 2007.

Lið og ökumenn

[breyta | breyta frumkóða]
Lið og ökumenn sem kepptu á 2022 tímabilinu
Lið Bílasmiðir Grind Vél Ökumenn
Númer Nafn ökumanna Umferðir
SvissAlfa Romeo F1 Team ORLEN Alfa Romeo-Ferrari C42 Ferrari 066/7 24
77
KínaZhou Guanyu
FinnlandValtteri Bottas
Allar
Allar
ÍtalíaScuderia AlphaTauri AlphaTauri-Honda RBPT AT03 Honda RBPTH001 10
22
FrakklandPierre Gasly
JapanYuki Tsunoda
Allar
Allar
FrakklandBWT Alpine F1 Team Alpine-Renault A522 Renault E-Tech RE22 14
31
SpánnFernando Alonso
FrakklandEsteban Ocon
Allar
Allar
BretlandAston Martin Aramco Cognizant F1 Team Aston Martin Aramco-Mercedes AMR22 Mercedes-AMG F1 M13 27
5
18
ÞýskalandNico Hülkenberg
ÞýskalandSebastian Vettel
KanadaLance Stroll
1-2
3-22
Allar
ÍtalíaScuderia Ferrari Scuderia Ferrari F1-75 Ferrari 066/7 16
55
MónakóCharles Leclerc
SpánnCarlos Sainz Jr.
Allar
Allar
BandaríkinHaas F1 Team Haas-Ferrari VF-22 Ferrari 066/7 20
47
DanmörkKevin Magnussen
ÞýskalandMick Schumacher
Allar
Allar[1]
BretlandMcLaren Formula 1 Team McLaren-Mercedes MCL36 Mercedes-AMG F1 M13 3
4
ÁstralíaDaniel Ricciardo
BretlandLando Norris
Allar
Allar
ÞýskalandMercedes-AMG Petronas F1 Team Mercedes F1 W13 Mercedes-AMG F1 M13 44
63
BretlandLewis Hamilton
BretlandGeorge Russell
Allar
Allar
AusturríkiOracle Red Bull Racing Red Bull Racing-Honda RBPT RB18 Honda RBPTH001 1
11
HollandMax Verstappen
MexíkóSergio Pérez
Allar
Allar
BretlandWilliams Racing Williams-Mercedes FW44 Mercedes-AMG F1 M13 6
23
45
KanadaNicholas Latifi
TaílandAlexander Albon
HollandNyck de Vries
Allar
Allar[2]
16
Heimildir:[3][4]

Ökumannsbreytingar

[breyta | breyta frumkóða]
Kimi Räikkönen hætti eftir 2021 tímabilið, hann vann 21 keppni og heimsmeistaratitilinn 2007 á 19 tímabilum í Formúlu 1

Kimi Räikkönen hætti eftir 2021 tímabilið sem skyldi eftir autt sæti hjá Alfa Romeo.[5] Samlandi hans Valtteri Bottas tók það sæti eftir að fara frá Mercedes eftir 5 tímabil með liðinu.[6] George Russell fór frá Williams til Mercedes.[7] Fyrrum Red Bull Racing ökumaðurinn Alexander Albon tók sæti hans hjá Williams eftir að hafa keppt í 2021 Deutsche Tourenwagen Masters mótaröðinni (DTM).[8]

Zhou Guanyu, sem endaði í þriðja sæti í Formúlu 2 2021, skrifaði undir hjá Alfa Romeo og kom í stað Antonio Giovinazzi sem hafði verið hjá liðinu síðan 2019. Zhou varð þannig fyrsti kínverjinn til að keppa í Formúlu 1.[9]

Nikita Mazepin var samningsbundinn til að keyra fyrir Haas. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og riftunar samnings aðalstyrktaraðila Uralkali við Haas var samningi Mazepin riftað.[10] Kevin Magnussen kom í hans stað sem keppti seinast í Formúlu 1 árið 2020 með Haas.[11]

Fyrir Barein kappaksturinn greindist Sebastian Vettel með kórónuveiruna. Varaökumaður Aston Martin, Nico Hulkenberg, keppti í hans stað í Barein og Sádi-Arabíu.[12]

Um keppnishelgina í ítalska kappakstrinum greindist Alexander Albon með botnlangabólgu. Varaökumaðurinn Nyck de Vries átti sína frumraun í Formúlu 1 þegar hann keppti í hans stað.[13]

Umferð Kappakstur Ráspóll Hraðasti hringur Sigurvegari ökumaður Sigurvegari lið
1 Barein Barein kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Mónakó Charles Leclerc Mónakó Charles Leclerc Ítalía Ferrari
2 Sádi-Arabía Sádi-Arabíski kappaksturinn Mexíkó Sergio Pérez Mónakó Charles Leclerc Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
3 Ástralía Ástralski kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Mónakó Charles Leclerc Mónakó Charles Leclerc Ítalía Ferrari
4 Ítalía Emilía-Rómanja kappaksturinn Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
5 Bandaríkin Miami kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
6 Spánn Spænski kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Mexíkó Sergio Pérez Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
7 Mónakó Mónakóski kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Bretland Lando Norris Mexíkó Sergio Pérez Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
8 Aserbaísjan Aserbaísjan kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Mexíkó Sergio Pérez Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
9 Kanada Kanadíski kappaksturinn Holland Max Verstappen Spánn Carlos Sainz Jr. Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
10 Bretland Breski kappaksturinn Spánn Carlos Sainz Jr. Bretland Lewis Hamilton Spánn Carlos Sainz Jr. Ítalía Ferrari
11 Austurríki Austurríski kappaksturinn Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Mónakó Charles Leclerc Ítalía Ferrari
12 Frakkland Franski kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Spánn Carlos Sainz Jr. Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
13 Ungverjaland Ungverski kappaksturinn Bretland George Russell Bretland Lewis Hamilton Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
14 Belgía Belgíski kappaksturinn Spánn Carlos Sainz Jr. Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
15 Holland Hollenski kappaksturinn Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
16 Ítalía Ítalski kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Mexíkó Sergio Pérez Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
17 Singapúr Singapúr kappaksturinn Mónakó Charles Leclerc Bretland George Russell Mexíkó Sergio Pérez Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
18 Japan Japanski kappaksturinn Holland Max Verstappen Kína Zhou Guanyu Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
19 Bandaríkin Bandaríski Kappaksturinn Spánn Carlos Sainz Jr. Bretland George Russell Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
20 Mexíkó Mexíkóborgar kappaksturinn Holland Max Verstappen Bretland George Russell Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
21 Brasilía São Paulo Kappaksturinn Danmörk Kevin Magnussen Bretland George Russell Bretland George Russell Þýskaland Mercedes
22 Sameinuðu arabísku furstadæmin Abú Dabí kappaksturinn Holland Max Verstappen Bretland Lando Norris Holland Max Verstappen Austurríki Red Bull Racing-Honda RBPT
Heimildir:[14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Schumacher átti að keppa í Sádi-Arabíska kappakstrinum en gat ekki keppt eftir að bíllinn hans skemmdist svo mikið í tímatökum að ekki var hægt að laga hann fyrir keppnina
  2. Albon ætlaði að keppa í Ítalska kappakstrinum en þurfti að draga sig úr keppni eftir að greinast með botnlangabólgu
  3. „2022 F1 GRID: All the drivers and teams racing this season“. formula1.com. 5. janúar 2022. Sótt 7. maí 2025.
  4. „F1 2022 car names“. racingnews365.com. Sótt 7. maí 2025.
  5. „Kimi Raikkonen to retire from Formula 1 at the end of 2021“. formula1.com. 1. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
  6. „Alfa Romeo announce Valtteri Bottas to join the team in 2022 on multi-year deal“. formula1.com. 6. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
  7. „Mercedes announce George Russell will partner Lewis Hamilton in 2022“. formula1.com. 7. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
  8. „Alex Albon returns to F1 race seat with Williams in 2022 alongside Nicholas Latifi“. formula1.com. 8. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
  9. „Alfa Romeo announce Guanyu Zhou as Valtteri Bottas's team mate for 2022“. formula1.com. 16. nóvember 2021. Sótt 7. maí 2025.
  10. „Haas part ways with Nikita Mazepin 'with immediate effect'. formula1.com. 5. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
  11. „Kevin Magnussen to make sensational F1 return with Haas in 2022“. formula1.com. 9. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
  12. „Vettel to be replaced by Hulkenberg for Bahrain GP after positive Covid test“. formula1.com. 17. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
  13. „Italian GP: Williams driver Alex Albon to be replaced by Nyck de Vries after suffering appendicitis“. skysports.com. 10. september 2022. Sótt 7. maí 2025.
  14. „FIA Formula One World Championship Results 2022“. motorsportstats.com. Sótt 7. maí 2025.