Formúla 1 2022
2022 FIA Formúla 1 Heimsmeistarakeppnin var 73 tímabilið af Formúlu 1 heimsmeistarakeppninni. Það er samkvæmt Fédération Internationale de l'Automobile (FIA), stjórn alþjóðlegra akstursíþrótta, hæsti flokkur í keppni bíla án yfirbyggingar yfir hjóla. Heimsmeistarakeppnin spannaði 22 kappakstra víðsvegar um heiminn. Tímabilið byrjaði í mars og lauk í nóvember. Tímabilinu lauk fyrr en árin fyrir til að vera ekki á sama tíma og HM karla í fótbolta.
Keppt var um tvo heimsmeistaratitla, annarsvega ökumanna og hinsvegar bílasmiða. Fyrir 2022 tímabilið tóku í gildi reglubreytingar sem nýta ground effect niðurtogs hönnun á bílum í fyrsta skipti síðan 1982. Ríkjandi heimsmeistari ökumanna Max Verstappen vann sinn annan titil í röð og lið hans Red Bull Racing vann sinn fimmta titil bílasmiða. Ríkjandi heimsmeistarar bílasmiða Mercedes unnu aðeins eina keppni á tímabilinu og enduðu í þriðja sæti.
2022 var seinasta ár fjórfalda heimsmeistarans Sebastian Vettel. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti erfitt tímabil með Mercedes, hann náði ekki einum ráspól né neinum sigri í fyrsta skipti síðan ferill hans í Formúlu 1 hófst árið 2007.
Lið og ökumenn
[breyta | breyta frumkóða]Lið | Bílasmiðir | Grind | Vél | Ökumenn | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Númer | Nafn ökumanna | Umferðir | ||||
![]() |
Alfa Romeo-Ferrari | C42 | Ferrari 066/7 | 24 77 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
AlphaTauri-Honda RBPT | AT03 | Honda RBPTH001 | 10 22 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Alpine-Renault | A522 | Renault E-Tech RE22 | 14 31 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Aston Martin Aramco-Mercedes | AMR22 | Mercedes-AMG F1 M13 | 27 5 18 |
![]() ![]() ![]() |
1-2 3-22 Allar |
![]() |
Scuderia Ferrari | F1-75 | Ferrari 066/7 | 16 55 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Haas-Ferrari | VF-22 | Ferrari 066/7 | 20 47 |
![]() ![]() |
Allar Allar[1] |
![]() |
McLaren-Mercedes | MCL36 | Mercedes-AMG F1 M13 | 3 4 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Mercedes | F1 W13 | Mercedes-AMG F1 M13 | 44 63 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Red Bull Racing-Honda RBPT | RB18 | Honda RBPTH001 | 1 11 |
![]() ![]() |
Allar Allar |
![]() |
Williams-Mercedes | FW44 | Mercedes-AMG F1 M13 | 6 23 45 |
![]() ![]() ![]() |
Allar Allar[2] 16 |
Heimildir:[3][4] |
Ökumannsbreytingar
[breyta | breyta frumkóða]
Kimi Räikkönen hætti eftir 2021 tímabilið sem skyldi eftir autt sæti hjá Alfa Romeo.[5] Samlandi hans Valtteri Bottas tók það sæti eftir að fara frá Mercedes eftir 5 tímabil með liðinu.[6] George Russell fór frá Williams til Mercedes.[7] Fyrrum Red Bull Racing ökumaðurinn Alexander Albon tók sæti hans hjá Williams eftir að hafa keppt í 2021 Deutsche Tourenwagen Masters mótaröðinni (DTM).[8]
Zhou Guanyu, sem endaði í þriðja sæti í Formúlu 2 2021, skrifaði undir hjá Alfa Romeo og kom í stað Antonio Giovinazzi sem hafði verið hjá liðinu síðan 2019. Zhou varð þannig fyrsti kínverjinn til að keppa í Formúlu 1.[9]
Nikita Mazepin var samningsbundinn til að keyra fyrir Haas. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og riftunar samnings aðalstyrktaraðila Uralkali við Haas var samningi Mazepin riftað.[10] Kevin Magnussen kom í hans stað sem keppti seinast í Formúlu 1 árið 2020 með Haas.[11]
Fyrir Barein kappaksturinn greindist Sebastian Vettel með kórónuveiruna. Varaökumaður Aston Martin, Nico Hulkenberg, keppti í hans stað í Barein og Sádi-Arabíu.[12]
Um keppnishelgina í ítalska kappakstrinum greindist Alexander Albon með botnlangabólgu. Varaökumaðurinn Nyck de Vries átti sína frumraun í Formúlu 1 þegar hann keppti í hans stað.[13]
Umferðir
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Schumacher átti að keppa í Sádi-Arabíska kappakstrinum en gat ekki keppt eftir að bíllinn hans skemmdist svo mikið í tímatökum að ekki var hægt að laga hann fyrir keppnina
- ↑ Albon ætlaði að keppa í Ítalska kappakstrinum en þurfti að draga sig úr keppni eftir að greinast með botnlangabólgu
- ↑ „2022 F1 GRID: All the drivers and teams racing this season“. formula1.com. 5. janúar 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „F1 2022 car names“. racingnews365.com. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Kimi Raikkonen to retire from Formula 1 at the end of 2021“. formula1.com. 1. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Alfa Romeo announce Valtteri Bottas to join the team in 2022 on multi-year deal“. formula1.com. 6. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Mercedes announce George Russell will partner Lewis Hamilton in 2022“. formula1.com. 7. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Alex Albon returns to F1 race seat with Williams in 2022 alongside Nicholas Latifi“. formula1.com. 8. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Alfa Romeo announce Guanyu Zhou as Valtteri Bottas's team mate for 2022“. formula1.com. 16. nóvember 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Haas part ways with Nikita Mazepin 'with immediate effect'“. formula1.com. 5. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Kevin Magnussen to make sensational F1 return with Haas in 2022“. formula1.com. 9. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Vettel to be replaced by Hulkenberg for Bahrain GP after positive Covid test“. formula1.com. 17. mars 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Italian GP: Williams driver Alex Albon to be replaced by Nyck de Vries after suffering appendicitis“. skysports.com. 10. september 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „FIA Formula One World Championship Results 2022“. motorsportstats.com. Sótt 7. maí 2025.