Flokkaspjall:Vitsmunavísindi
Útlit
Er hér verið að meina Cognitive Science, sem á íslensku útleggst víst sem vitsmunavísindi?--Heiða María 17:36, 20 feb 2005 (UTC)
- Fræði og vísindi eru nákvæmlega það sama, það er óþarfi að fara hengja sig á það hvort það sé talað um félagsvísindi eða félagsfræði frekar en þetta, annars er lítið mál að færa þetta ef að þetta fer rosalega í taugarnar á þér ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:45, 20 feb 2005 (UTC)
- Ég er algjörlega ósammála því að vísindi og fræði séu það sama, t.a.m. er sagnfræði og bókmenntafræði fræðigreinar, en geta seint talist vísindagreinar. Þetta er samt viðfangsefni sem ætti frekar heima í grein um vísindi. En, já, það mætti aðallega breyta þessu til þess að hafa þetta í samræmi við orðabókarþýðingu á Cognitive Science (en það er hægt að reconnecta úr vitsmunafræði í vitsmunavísindi).--Heiða María 19:27, 20 feb 2005 (UTC)
- Og eitt enn, félagsvísindi er yfirheiti yfir margar greinar, félagsfræði er ein þessara greina.--Heiða María 19:27, 20 feb 2005 (UTC)
- Líffræði er vísindagrein þótt svo að hún beri þetta heiti, sama gildir um náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði o.s.frv. Ef að við ætlum að tala um undir- og yfirgreinar er þá ekki réttara að setja vísindagreinar undir fræðigreinar? Sbr. Vísindi greinina: Munurinn á hreinum og hagnýtum vísindum er möguleg hagnýtni á afurðum þeirra og eru allar fræðigreinar settar í annan hvorn flokkinn. Ég hefði haldið að öll vísindi séu fræðigreinar þótt svo að allar fræðigreinar séu ekki það vísindi (t.d. bókmenntafræði og sagnfræði). Hvað heldur þú? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:49, 20 feb 2005 (UTC)
- Jú, við erum sammála um að vísindagreinar séu allar fræðigreinar, en að fræðigreinar þurfi ekkert endilega að vera vísindagreinar. Og ef við erum sammála um það, þá erum við að kýta um eitthvað í líkingu við að kýta um hvort matur og kjöt sé það sama. --Heiða María 20:53, 20 feb 2005 (UTC)
- Þú sagðir félagsfræði undirgrein félagsvísinda, sem hljómar mótsagnakennt miðað við það. Ég held við vitum öll að sá sem er vís er sá sem er fróður, munurinn sem að við erum að rífast um snýst um hvort beitt er vísindalegri aðferð sem við köllum eingöngu í því sem þú kallar vísindi. Í sagnfræði (fornleifafræði?) er beitt vísindalegum aðferðum upp að vissu marki, það er gerð athugun, rannsókn, samanburðar rannsóknir og leidd út kenning og margar kenningar verða að einhverri heild eins og kenningar um hvernig Egyptar byggðu pýramídana (vantar að vísu tilrauna þáttinn þarna inn í, en skv. Discovery kvikmynd sem ég horfði á þegar ég var yngri var einu sinni reynt að endurreisa svipaða minnisvarða og Egypta gerðu, sem gæti flokkast sem tilraun ;). Við vitum nú samt ekki hvernig þeir fóru að því nkv. en sömu sögu er að segja um allar aðrar kenningar. Nú er þetta orðið dálítið heimspekilegt of óþarfa flókið og eins og ég hef verið að reyna segja frá upphafi þá vil ég raka stóran hluta af þessari pælingu og segja að þetta sé einfaldlega það sama. Ég sé ekki hvernig kenningar um útlit og hegðun atóma sé mikið öðru vísi en kenningar um lifnaðarhætti Egypta til forna. Ekki það að pælingar um muninn á þessu tvennu verður alltaf umdeild og til vandræða. Þessi vísindi og fræði eru allt sama pakkið og það er ómögulegt að aðskilja þetta enda sami hluturinn. Enn og aftur, rakhnífinn á þetta! --Friðrik Bragi Dýrfjörð 01:08, 21 feb 2005 (UTC)
- Bókmenntafræði og sagnfræði eru vísindagreinar, eins og sálfræði, félagsfræði, líffræði o.s.frv, þótt það geti verið munur á því hvernig þessar greinar túlka vísindalega aðferð. Hins vegar er munur á því hvernig orðin eru notuð, vísindi er almennt notað um raunvísindi en fræði um félags- og hugvísindi... og hvað á svo að kalla verkfræði? :) -- Akigka
- Það er líklega satt að vísindi hafa bæði víða merkingu (allar fræðigreinar) og þrengri merkingu (greinar þar sem þekkingar er aflað með kerfisbundnum raunprófunum). Í mínu sálfræðinámi hef ég bara vanist því að þrengri merkingin sé notuð (sálfræði er alltaf að ströggla við að verða vísindagrein í þeim skilningi :-)). Verkfræði er eiginlega hagnýting á stærðfræði og eðlisfræði, og mætti e.t.v. kalla tæknivísindi, eða bara tækni. Annars er þessi flokkunarfræði oft til trafala, þetta er allt svo tengt, og sumt er hægt að flokka á margan hátt.--Heiða María 20:53, 20 feb 2005 (UTC)
- Vandamálið er að ef þrengri skilgreiningin er notuð þá verða þær kennslugreinar háskólanna sem falla undir skilgreininguna teljandi á fingrum annarrar handar. En það væri áhugavert að komast að því hvenær farið er að nota orðið í íslensku - hvort það er í kringum vísindabyltinguna eða löngu fyrr, og þá í hvaða merkingu... --Akigka 21:03, 20 feb 2005 (UTC)
- Fletti upp í Orðabók Háskólans, og elsta dæmið um orðið vísindi er úr Guðbrandsbiblíu, sjá hér. --Heiða María 21:09, 20 feb 2005 (UTC)
- Vandamálið er að ef þrengri skilgreiningin er notuð þá verða þær kennslugreinar háskólanna sem falla undir skilgreininguna teljandi á fingrum annarrar handar. En það væri áhugavert að komast að því hvenær farið er að nota orðið í íslensku - hvort það er í kringum vísindabyltinguna eða löngu fyrr, og þá í hvaða merkingu... --Akigka 21:03, 20 feb 2005 (UTC)
- Fann líka gott orð yfir verkfræði og skyldar greinar úr einhverjum 19. aldar texta, hehe: Verkleg vísindi (technik, mechanik, praktiskri physik). Sjá hér.--Heiða María 21:15, 20 feb 2005 (UTC)
- Ef maður spáir líka í orðsifjafræði, þá er orðið vísindi dregið af vís, það er að vita eitthvað. Vísindi ætti því að vera nokkurn veginn það sama og þekkingaröflun (sem er í samræmi við víðari skilgreininguna á vísindum).--Heiða María 21:17, 20 feb 2005 (UTC)
- Þetta er áhugavert. Í Guðbrandsbiblíu og Jóni lærða er orðið notað í merkingunni „vitneskja“. Í dönskunni er þetta sama orðið „viden“ og „videnskab“. Seinni dæmin (frá 18. öld) virðast svo nota orðið eins og gert er í dag. Að lokum: Í dönsku wikipediu er svo að finna svona dæmi: „Litteraturforskning er den videskabelige behandling af litteratur...“ --Akigka 01:16, 21 feb 2005 (UTC)
- Og til að bulla enn meira: Til er fjórða notkunin sem ætti líklega að vera aðgreind, t.d. í vitsmunavísindi/fræði, fjölmiðlafræði og kynjafræði er ekki um að ræða eina sérstaka fræði-/vísindagrein heldur rannsóknir úr mörgum greinum sem hverfast um eitt viðfangsefni. Við höfum því fimms konar skilning á vísindi/fræði (so far so good):
- Vitneskja („so sem hvalur hefur stærd yfir adra siófiska, so hefur hann og mikil vijsinde framm yfir þá.“ - Jón lærði)
- Kerfi (jarðfræði, landafræði, goðafræði)
- Vísindagreinar sem beita vísindalegri aðferð í þröngum skilningi
- Allar vísindagreinar
- Safn vísindarannsókna og fræðastarfsemi varðandi tiltekið viðfangsefni
Byrja umræðu um Flokkur:Vitsmunavísindi
Spjallsíður er þar sem maður spjallar um hvernig efnið á Wikipedia getur verið sem best. Þú getur notað þessa síðu til að byrja umræðu við aðra um hvernig má bæta Flokkur:Vitsmunavísindi.