Flakkarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Flakkarinn er nefnd hraunfylla sem brotnaði úr Eldfelli í eldgosinu í Heimaey 1973 og rann með hraunstraumnum í átt að innsiglingunni. Var fylgst grannt með framgangi hans þar sem menn óttuðust að ef hann næði alla leið myndi hann, ásamt öðru hraunflæði, loka innsiglingunni og ógna með því grundvelli byggðar í eyjunni. Dæluskipið Sandey hóf þann 1. mars að dæla sjó á hraunið og þar með Flakkarann til að hægja á framvindunni. Þegar gosinu lauk var ljóst að það hafði tekist að bjarga innsiglingunni og það sem meira var, hún varð betri en fyrr.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.