Flókaklöpp
Útlit
Flókaklöpp er klöpp á Hvaleyri þar sem finna má bergristur. Risturnar hafa verið gerðar í fjórar afmarkaðar klappir eða steina. Bergristurnar eru friðaðar forminjar á fornminjaskrá. Jónas Hallgrímsson rannsakaði risturnar og kallaði Flókastein því hann setur fram þá hugmynd að Hrafna-Flóki og skipsmenn hans hafi þarna ristað nöfn. Sú hugmynd er af mörgum talin fjarstæðukennd, ekki síst vegna þess að ártöl sem lesa má úr rúnunum benda til að þær sé ristar mörgum öldum seinna. Jónas skrifar þessa hugmynd í skýrslu sinni til Finns Magnússonar og mun Finnur hafa tendrast af henni. Sennilegra þykir þó að risturnar séu búmerki, merki um landareign.