Fjölveiðiskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölveiðiskip eru skip sem geta stundað bæði botnfiskveiðar og uppsjávarfisksveiðar. Í dag er einungis eitt slíkt til á landinu og er það Vilhelm Þorsteinsson EA-11, það skip getur bæði stundað botntrollsveiðar, flottrollsveiðar og nótaveiðar. Fjölveiðiskip hafa frystitæki og vinnslu um borð og geta því unnið aflann um borð, eða bara beint í tanka og landað í vinnslu eða bræðslu (uppsjávarfisk). Kosturinn við þessi skip fyrir útgerð að það getur sent skipið á nánast hvaða veiðar sem er, t.d. tekið loðnuvertíðina í febrúar-mars, farið svo á grálúðuveiðar fram í maí, farið á kolmunna maí-júní , farið svo á síldina fram á haust o.s.frv.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.