Fjórmenningsmeinbugir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórmenningsmeinbugir voru ágallar á hjúskap hjóna, sem fólust í því að þau væru skyldari en kirkjunni þótti góðu hófi gegna. Bann var lagt við giftingu hjóna ef þau voru skyldari en fimmmenningar. Þegar svo stóð á að hjón væru fjórmenningar að skyldleika var talað um fjórmenningsmeinbugi. Slíkt var þó aldrei til vandræða ef hjónaefnin voru tilbúin að greiða kirkjunni stórfé til að fallast á hjúskapinn þrátt fyrir skyldleikann.