Fjeldstedætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fellsströnd í Dalasýslu

Fellsströnd í Dalasýslu

Fjeldstedætt er íslensk ætt kennd við Fellsströnd í Dalasýslu. Hana mynda niðjar Vigfúsar Sigurðssonar Fjeldsted (1754-1804) og Karitasar Magnúsdóttur (1771-1855) konu hans.

Vigfús Sigurðsson Fjeldsted var bóndi og gullsmiður í Galtardalstungu í Staðarfellssókn í Dalasýslu. Eftirnafnið tók hann upp þegar hann var við gullsmíðanám í Danmörku. Foreldrar hans voru Sigurður Vigfússon (fæddur 1727) og Solveig Sigurðardóttir (1732-1791). Steinunn Guðmundsdóttir (1728-1798) var fyrri kona hans, en þeim varð ekki barna auðið, enda var hún 26 árum eldri en hann.

Karitas Magnúsdóttir var dóttir Magnúsar Ketilssonar (1732-1803) sýslumanns í Búðardal á Skarðsströnd og Ragnhildar Eggertsdóttur (1740-1793) konu hans. Ragnhildur var af Skarðsætt og telst Fjeldstedætt því kvísl af henni. Eftir að Karitas varð ekkja giftist hún Páli Benediktssyni (1786-1843) og átti með honum fjögur börn sem öll dóu á fyrsta ári.

Börn Vigfúsar og Karitasar[breyta | breyta frumkóða]

Vigfús og Karitas áttu tvo syni sem komust upp og eina dóttur sem dó í vöggu:

  • Ragnheiður Vigfúsdóttir (1800)
  • Eggert Vigfússon Fjeldsted (fæddur 1804)

Börn Karitasar og Páls[breyta | breyta frumkóða]

  • Ingveldur Pálsdóttir (1813)
  • Þorsteinn Pálsson (1815)
  • Geir Pálsson (1820)
  • Ingibjörg Pálsdóttir (1820)