Fara í innihald

Fiskistigi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fiskvegur)
Fiskistigi á John Day stíflunni í columbiaánni í Bandaríkjunum

Fiskistigi eða fiskvegur er mannvirki í ám eins og t.d. við stíflur eða stíflugarða til að aðstoða farfiska að hrygningarstöðvum ofar í ánni. Flestir fiskistigar gera fiskunum kleift að fara í kringum fyristöðuna með því að synda upp „þrep“ með litlum hæðarmun, en fiskistigar draga nafn sitt af þessum þrepum sem minna um margt á stiga.

Á Íslandi er oftast talað um laxastiga eða silungastiga, enda ekki gerðir fiskvegir fyrir aðrar tegundir.