Fara í innihald

Firestone Library

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Firestone Library
Firestone bókasafn, hæðir B og C

Harvey S. Firestone Memorial Library er aðalbókasafn Princeton University. Það var tekið í notkun árið 1948.

Bókasafnið var stækkað árið 1971 og aftur árið 1988 og hýsir nú yfir 80 kílómetra (50 mílur) af bókahillum. Sjálf byggingin virðist ekki ýkja stór að utan en flestar bækur eru geymdar á þremur kjallarahæðum neðanjarðar sem ná yfir stærra svæði en byggingin sjálf ofan jarðar.

Firestone bókasafnið er ekki stærsta háskólabókasafn veraldar en hýsir þó fleiri bækur miðað við nemendafjölda skólans en nokkurt annað háskólabókasafn Bandaríkjanna. Firestone bókasafn er stærsta bókasafn veraldar með opinn aðgang að bókastöflunum.

Mörg lessvæði eru í bókasafninu og hafa flestar deildir skólans eigið lesherbergi.