Ferðamálafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ferðamálafræði er fræðigrein sem fjallar um ferðamennsku sem félagslegt fyrirbæri, þ.e. að skilja orsakir og eðli ferðalaga og áhrif þeirra á samfélög, en einnig um áhrif ferðamennsku á umhverfi og mikilvægi þess að greina og meta slík áhrif. Ferðamálafræði tengir þannig saman félagsvísindi og náttúruvísindi.

Grunnnám (BS) í ferðamálafræði er kennt í Háskóla Íslands á líf- og umhverfisdeild og er þriggja ára nám. Námið tengir saman ýmis fræðasvið, þar á meðal náttúru- og umhverfisfræði, skipulagsfræði, viðskiptafræði og menningarfræði. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og kennslan lifandi. Nemendur tileinka sér gagnrýna hugsun og þjálfast í skipulegum og öguðum vinnubrögðum, sem nýtast vel þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Að loknu námi hafa þeir sterka fræðilega grunnþekkingu og yfirsýn yfir ferðamennsku á heimsvísu, en jafnframt staðgóða þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu.