Fara í innihald

Ferðataska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigerð ferðataska

Ferðataska er taska með handfangi sem er hönnuð til að halda utan um farangur fólks á ferðalagi svo sem föt og aðra persónulega muni. Ferðatöskur eru oftast því sem næst rétthyrndar með rúnuðum hornum og úr hörðu eða mjúku plasti, vínyl, hörðu leðri eða svipuðu efni sem heldur lögun sinni. Flestar ferðatöskur eru með hjörum þannig að þær opnast eins og bók. Nútímaferðatöskur eru oft með hjólum sem gera þær meðfærilegri í flutningi. Sumar ferðatöskur eru með innbyggðum lásum til öryggis. Stundum gera lásarnir tollinum kleift að opna töskuna til skoðunar þegar þess er krafist.

Fyrstu ferðatöskurnar voru úr viði en þær líktust koffortum. Þá var byrjað að þekja viðinn með leðri til að verja hann. Seinna varð leður vinsælt efni til að gera úr mjúkar ferðatöskur. Nú til dags eru ferðatöskur margar hverjar þynnri, léttari og mýkri en áður þekktist.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.