Fellikjölur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fellikjölur (eða stunguborð - stundum líka kallað sverð) er kjölur sem hægt er að taka upp og fella ofan í rauf og er notaður til að hindra drift. Fellikjölurinn var oftast aðeins notaður í seglbátum hér áður fyrr, s.s. jullum, en nú er farið að framleiða vélbáta sem hafa innbyggðan fellikjöl, og stundum eru bátar með tvo fellikili. Varast ber að rugla saman fellikjöl og veltikjöl.

Fyrirtækið Seigla ehf á Akureyri fékk árið 2008 nýsköpunarverðlauninverðlaunin Innovation Prize 2008 á norsku sjávarútvegssýningunni Norfishing í Þrándheimi í Noregi. Fellikjölurinn hafði verið í þróun hjá fyrirtækinu í nokkur ár og verið settur í nær alla stærri vélbáta hjá fyrirtækinu. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Seigla verðlaunuð fyrir fellikjöl; grein af rúv.is
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.