Fellibylurinn Katrina
Útlit
(Endurbeint frá Fellibylurinn Katrín)
Fellibylurinn Katrina var fellibylur sem gekk aðallega yfir Flórída, Louisiana, Alabama og Mississippi síðla ágúst 2005. Hann var einn skæðasti fellubylur í sögu Bandaríkjanna. Borgin New Orleans varð mjög illa úti; flóðvarnargarðar brustu og flæddi sjór inn um 80% af borginni. Viðbrögð fylkisins, alríkisins í kjölfar fellibylsins voru gagnrýnd og þóttu lítil og sein. Í ljós kom að flóðvarnargarðar voru með galla í hönnun og gerðu ástandið verra en ella. Að minnsta kosti 1200 manns létust vegna fellibylsins, flestir í Louisiana. Um 200.000 íbúa New Orleans flýðu borgina eða helmingur.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Hurricane Katrina“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. apríl. 2020.