Fell í Sléttuhlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fell er bær og kirkjustaður í Sléttuhlíð í Skagafirði. Þar var áður prestssetur en það var lagt niður 1891. Núverandi kirkja í Felli var reist 1881-1882.

Þekktastur presta í Felli er Hálfdan Narfason, sem sagður var rammgöldróttur. Hann dó í Felli 1568 og hafði þá verið mjög lengi prestur þar. Seinna voru feðgarnir Erlendur Guðmundsson (d. 1641) og Guðmundur Erlendsson (um 1595–1670) prestar í Felli samfleytt í rúm 80 ár, frá 1585-1668. Mjög mikið er varðveitt af kvæðum eftir Guðmund, bæði sálmar og annar andlegur kveðskapur, söguleg kvæði, erfiljóð og fleira.

Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari fæddist í Felli 1863.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Bragi - óðfræðivefur“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]