Fara í innihald

Fastaráð Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fastaráð Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja er stýrihópur á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um málefni og réttindi frumbyggja. Ráðið hefur ráðgefandi hlutverk innan Sameinuðu þjóðanna. Það var sett á stofn 28. júní árið 2000. Ráðið er skipað sextán sérfræðingum þar sem helmingur er skipaður af ríkisstjórnum aðildarlanda Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna og helmingur af samtökum frumbyggja. Ráðið hittist árlega tvær vikur í senn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York-borg.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.