Fagkrítíska útgáfan Framlag (Rót)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fagkrítíska útgáfan Framlag (Rót) var útgáfufélag sem starfaði á vettvangi Háskóla Íslands á árunum í kring um 1980 og einbeitti sér að útgáfu rita um sósíalisma og sögu hans. Það tengdist trotskíistahreyfingunni Fylkingunni, en leitaðist við að fá sem flesta sósíalista innan HÍ inn fyrir sín vébönd. Framlag gaf út samnefnda ritröð, og í henni birtust eftirfarandi rit:

  • Magnús S. Magnússon: Þjóðfylkingarstefna Sósíalistaflokksins 1938-1943. Framlag 1. Reykjavík 1977.
  • Stefán Hjálmarsson: Aðdragandinn að stofnun Sósíalistaflokksins 1938. Framlag 2. Reykjavík 1978.
  • Jens B. Baldursson: Nýsköpunarstjórnin — aðdragandi og upphaf. Framlag 3. Reykjavík 1979.
  • Helgi Sigurðsson: Kjaradeilur ársins 1942. Framlag 4. Reykjavík 1978.
  • Stefán Hjálmarsson: Frá kreppu til hernáms — saga Sósíalistaflokksins 1939-1942. Framlag 6. Reykjavík 1980.