FIBA
Útlit
Alþjóða Körfuknattleikssambandið (FIBA; Franska: Fédération Internationale de Basketball) er samtök landssamtaka sem stjórna körfuboltaíþróttinni um allan heim. FIBA sér um að skilgreina körfuboltareglur, tilgreina búnað og aðstöðu sem þarf, skipuleggja alþjóðlegar keppnir, stjórna flutningi íþróttamanna milli landa og stjórna skipun alþjóðlegra dómara. Alls eru 212 landssambönd meðlimir, skipt síðan 1989 í fimm svæði: Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og Eyjaálfu.[1] Samtökin voru stofnuð í Genf árið 1932, tveimur árum eftir að íþróttin var formlega viðurkennd af Alþjóðaólympíunefndinni.[2]
Heimldir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „What we do | About FIBA“. about.fiba.basketball (enska). Sótt 29 janúar 2025.
- ↑ „8 Founding Federations (SUI) | About FIBA“. about.fiba.basketball (enska). Sótt 29 janúar 2025.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða FIBA Geymt 13 október 2022 í Wayback Machine