Fáni Brasilíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Brasilíu

Fáni Brasilíu er grænn með stórum gulum tígul í miðjunni. Í tíglinum er blár hringur með 27 hvítum stjörnum í fimm ólíkum stærðum ásamt hvítum borða sem liggur yfir hringflötinn.

Á hvíta borðanum eru einkunarorð Brasilíu ritað með grænum, Ordem e Progresso sem merkir „reglusemi og framför“.

Stjörnurnar 27 tákna fylkin í landinu. Þar sem fylkjunum hefur fjölgað frá lýðveldisstofnun, hefur stjörnunum í fánanum ennfremur fjölgað frá 21 - 27.

Fáninn var tekinn í notkun formlega 19. nóvember 1889. Teikning fánans eða hönnun er eignuð Raimundo Teixeira Mendes með smá aðstoð frá Miguel Lemos og Manuel Pereira Reis. Aðeins hafa verið gerðar minniháttar breytingar á fánanum frá 19. nóvember 1889.

Áður en núverandi fáni var tekinn í notkun höfðu lýðveldissinnar notað annan fána sem var undir áhrifum frá þeim bandaríska. Sá fáni var aðeins í formlegri notkun í 4 daga, 15. nóvember til 19. nóvember 1889, en var síðan grunnurinn að fána fylkisins Goiá'.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.