Fara í innihald

Fáni Belís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fáni Belís er tvílitur fáni með rauðum láréttum röndum efst og neðst ásamt skjaldarmerki í miðjunni. Fáninn tók gildi 21. september 1981, þegar Belís fékk sjálfstæði frá Bretlandi.

Fáninn er lítið breytt útgáfa af fána Breska Hondúras, sem Belís hét á meðan það var nýlenda. Eini munurinn er að tveimur rauðum strípum var bætt við efst og neðst.

Í miðjunni á fánanum er skjaldarmerki Belís. Hæð á móti breidd er 2:3.