Eyvindur sörkvir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eyvindur sörkvir var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu og nam Blöndudal. Hann var vinur Ingimundar gamla og kom með honum til landsins.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vatnsdæla saga. Hjá snerpa.is“.