Fara í innihald

Eyríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af eyríkjum

Eyríki er ríki sem afmarkast af einni eða fleiri eyjum, það er það á sér ekki yfirráðasvæði á neinu meginlandi. Til eru tvenns konar eyríki:

Ríki sem eiga sér yfirráðasvæði á einhverju meginlandi eru ekki talin til eyríkja, jafnvel þó að mesti hluti ríkisins sé á eyjum. Dæmi um slíkt er Danmörk (Jótland er meginland) og Malasía (Malakka er meginland). Sömuleiðis eru eylönd sem ekki eru að fullu sjálfstæð, þó að þau séu með heimastjórn, ekki talin til eyríkja. Dæmi um slíkt eru Færeyjar, Grænland og Gvam.

Listi eyríkja heims

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og stendur eru eyríki heims 47 að tölu. Það stærsta og fjölmennasta er Indónesía. Það yngsta er Austur-Tímor, en sjálfstæði þess var viðurkennt árið 2002.

Eyríki heims eftir stærð:

Röð Eyríki Höfuðborg Stærð
1 Indónesía Jakarta 1.912.988
2 Madagaskar Antananarívó 587.041
3 Papúa Nýja-Gínea Fort Moresby 462.840
4 Japan Tókíó 377.837
5 Filippseyjar Maníla 299.764
6 Nýja-Sjáland Wellington 270.534
7 Bretland London 242.910
8 Kúba Havana 110.860
9 Ísland Reykjavík 103.000
10 Írland Dublin 70.273
11 Srí Lanka Srí Jajevardenepúra 65.610
12 Dóminíska lýðveldið Santó Dómingó 48.730
13 Taívan Taípei 36.006
14 Haítí Port-au-Prince 27.750
15 Salómonseyjar Honíara 27.556
16 Fídjieyjar Súva 18.367
17 Austur-Tímor Dili 14.409
18 Bahamaeyjar Nassá 13.949
19 Vanúatú Port Vila 12.190
20 Jamaíka Kingston 10.991
21 Kýpur Nikósía 9.251
22 Brúnei Bandar Seri Begawan 5.765
23 Trínidad og Tóbagó Port of Spain 5.128
24 Grænhöfðaeyjar Praia 4.033
25 Samóa Apía 2.831
26 Máritíus Port Louis 2.040
27 Kómoreyjar Móróní 1.862
28 Saó Tóme og Prinsípe Saó Tóme 1.001
29 Kíríbatí South-Tarawa 811
30 Tonga Núkúalófa 748
31 Dóminíka Roseau 746
32 Barein Manama 711
33 Míkrónesía (ríki) Palikír 702
34 Singapúr Singapúr 683
35 Sankti Lúsía Castries 616
36 Palá Melekeok 508
37 Seychelles-eyjar Viktoría (Seychelles-eyjar) 454
38 Antígva og Barbúda Saint John's 442
39 Barbados Bridgetown 430
40 Sankti Vinsent og Grenadíneyjar Kingstown 389
41 Grenada St. George's 345
42 Malta Valletta 316
43 Maldíveyjar Male 298
44 Sankti Kristófer og Nevis Basseterre 261
45 Marshalleyjar Majúró 181
46 Túvalú Fúnafúti 26
47 Nárú Jaren 21