Fara í innihald

Eyjan.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eyjan)

Eyjan.is er íslenskur fréttafjölmiðill á netinu sem býður upp á hina ýmsu bloggara, svo sem Egil Helgason, Illuga Jökulsson og fleiri. Eyjan var stofnuð í júní 2007 af þeim Jóni Garðari Hreiðarssyni, Pétri Gunnarssyni, Andrési Jónssyni og Birgi Erlendssyni. Fyrsti ritstjóri hennar var Pétur Gunnarsson sem lét af störfum ári síðar og hvarf úr eigendahópi hennar. Eigendur Eyjunnar voru síðan auk Jóns Garðars, Rúnar Hreinsson og Birgir Erlendsson.[1] Í apríl, árið 2011 urðu eigandaskipti, en þá keypti Vefpressan, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar Eyjuna.is, sem fullu nafni nefndist Eyjan Media ehf. Við eigendaskiptin varð Karl Th. Birgisson ráðinn ritstjóri hennar. Karl lét af störfum í janúar 2012. Skömmu síðar var Magnús Geir Eyjólfsson ráðinn ritstjóri. Í maí 2012 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á útliti Eyjunnar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „„Vefpressan eignast allt hlutafé í Eyjunni"; frétt af Pressunni.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2011. Sótt 28. apríl 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.