Fara í innihald

Eygló Fanndal Sturludóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 25. júní 2001) er íslensk lyftingakona sem keppir í ólympískum lyftingum í -71 kg flokki. Eygló varð fyrst Íslendinga til þess að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í opnum aldurflokki á Evrópumóti í Moldóvu í apríl 2025.[1]

Hún á norðurlandametin í -71kg flokki kvenna 109kg í snörun, 135kg í jafnhendingu og 244kg í samanlögðum árangri.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jóhann Páll Ástvaldsson (17. apríl 2025). „Eygló fyrsti íslenski Evrópumeistarinn“. Ríkisútvarpið.