EuroLeague
Útlit
EuroLeague er evrópsk körfuknattleiksdeild sem samanstendur af 18 liðum[1][2][3] og er almennt viðurkennd sem sterkasta atvinnumannadeildin í Evrópu.[4][5]
Keppnin var kynnt árið 1958 sem FIBA European Champions Cup (Evrópukeppni meistaraliða) en endurnefnd FIBA Euroleague árið 1996. Deildin starfaði undir regnhlíf FIBA þar til deilur á milli FIBA og Union of European Leagues of Basketball (ULEB) enduðu með að sérsamtök tóku deildina yfir rétt eftir aldamótin.[6]
Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) varð árið 1964 fyrsta íslenska liðið til að taka þátt í keppninni og jafnframt fyrsta íslenska liðið til að taka þátt í Evrópukeppni.[7]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „ECA Board meets to take strategic decisions, approves postseason special regulations“. Euroleague Basketball. 8. mars 2021. Sótt 8. mars 2021.
- ↑ dineshkachhwaha. „Super League: Siutat provides feedback from basketball on closed leagues“. The Indian Paper (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 25 apríl 2021. Sótt 21 apríl 2021.
- ↑ ballineurope (7 júlí 2008). „Euroleague now a semi-closed league“. BallinEurope (bandarísk enska). Sótt 21 apríl 2021.
- ↑ Farrugia, Steve (14 nóvember 2021). „The Best European Basketball Leagues: Teams And Players“.
- ↑ „Top 12 basketball leagues in the world“. ESPN.com. 17 janúar 2017.
- ↑ „The unknown war“. Eurohoops (enska). 7 október 2016. Sótt 29 janúar 2025.
- ↑ „ÍR lék sér að Collegians - 71 stig gegn 17!“. Alþýðublaðið. 11. desember 1964. bls. 11, 13. Sótt 24 júní 2018.