EssilorLuxottica
Útlit
EssilorLuxottica | |
Stofnað | 2018 |
---|---|
Staðsetning | Charenton-le-Pont, Frakkland |
Lykilpersónur | Francesco Milleri |
Tekjur | €14,42 miljarðar (2020) |
Starfsfólk | 153.000 (2019) |
Vefsíða | www.essilorluxottica.com |
EssilorLuxottica er frönsk-ítalskt, lóðrétt samþætt fjölþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur í Charenton-le-Pont nálægt París og stofnað 1. október 2018 með sameiningu franska Essilor og ítölsku Luxottica. Það er einn af leiðandi hópunum í hönnun, framleiðslu og markaðssetningu augnlinsa, sjónbúnaðar, lyfseðilsskyldra gleraugna og sólgleraugna[1].
Samstæðan veltir 14 milljörðum evra og hefur markaðsvirði 33 milljarða evra. Fyrirtækið er skráð á Euronext-markaðinn í París og er hluti af CAC 40 vísitölunni sem inniheldur 40 stærstu fyrirtækin sem skráð eru í kauphöllinni í París og Euro Stoxx 50 sem inniheldur 50 stærstu fyrirtækin á evrusvæðinu[2].