Fara í innihald

Esseyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Esseyjur Michel de Montaigne frá 1588.

Esseyja (úr frönsku: essai, frá essayer „reyna“; stundum þýtt sem „tilraun“) er stutt ritverk þar sem höfundur kynnir ákveðna röksemdafærslu. Hugtakið nær yfir skrif sem gætu líka flokkast sem bréf, ritgerðir, smásögur, bæklingar eða blaðagreinar. Esseyistinn Aldous Huxley skilgreindi esseyjur sem bókmenntagrein þar sem hægt væri að segja næstum hvað sem er um hvað sem er.[1]

Tökuorðið esseyja er notað á íslensku yfir þessa bókmenntagrein og er það orð sem er tiltekið í bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði,[2] en í titli verka hefur það stundum verið þýtt sem „tilraun“ (sbr. Tilraun um manninn eftir Alexander Pope), „hugleiðing“ eða „ritgerð“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Aldous Huxley (1960). „Preface“. Collected Essays. London: Harper and Brothers. bls. v.
  2. Rúnar Helgi Vignisson og Huldar Breiðfjörð (2024). „Í sambandi við veruleikann – skoðun á aðferðafræði og birtingarmyndum sannsagna“. Ritið. 24 (2): 7–32. doi:10.33112/ritid.24.3.2.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.