Fara í innihald

Escadaria Selarón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
thumbnail

Escadaria Selarón eru heimsþekktar tröppur í Rio de Janeiro í Brasilíu. Þær eru verk listamannsins Jorge Selarón frá Chile en hann tileinkar tröppurnar fólki í Brasilíu.

Tildrög listaverksins voru að árið 1990 hóf Selarón að gera við tröppur sem voru í niðurníðslu við hús hans. Nágrannar hans gerðu í fyrstu grín að framkvæmdinni en hann þakti tröppurnar brotum úr bláum, grænum og gulum flísum en þeir litir eru í fána Brasilíu. Gerð þessa tröppulistaverks varð seinna ástríða hjá honum en hann hafði áður málað málverk og hélt því áfram eingöngu til að fjármagna tröppuverkið. Hann þakti tröppurnar með flísum, leirbrotum og speglum.

Tröppurnar liggja frá Joaquim Silva stræti og and Pinto Martins stræti sem opinberlega er þekkt sem Manuel Carneiro stræti og í gegnum Lapa og Santa Teresa hverfin í Ríó. Það eru 250 tröppur sem ná yfir 125 metra og þær eru þakktar yfir 2000 flísum frá yfir 60 löndum. Um leið og einum hluta lauk þá byrjaði Selarón á öðrum hluta þannig að þetta varð listaverk sem alltaf var í smíðum. Selarón leit svo á að verkinu yrði aldrei búið og myndi ekki taka endi nema með dauða hans. Upprunalega var efniviður í verkið fenginn með því að endurnýta rusl frá byggingarsvæðum og því sem átti að henda. Seinna meir voru flísarnar gefnar til verksins af framlögum fólks um allan heim. 300 af hinum yfir 2000 flísum sem eru í verkinu eru handmálaðar af Selarón og sýna vanfæra afríska konu. Selarón útskýrði það ekki nema með því að það væri persónulegt vandamál úr fortíð hans.

Jorge Selarón[breyta | breyta frumkóða]

Jorge Selarón fæddist í Chile árið 1947.