Erlendur Jónsson (f. 1929)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Erlendur Jónsson

Erlendur Jónsson (8. apríl 1929) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld og fyrrverandi gagnrýnandi og kennari.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Hann fæddist 8. apríl 1929 á Geithóli í Staðarhreppi, Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón Ásmundsson, bóndi og organisti og Stefanía Guðmundsdóttir (1895 – 1973), ljósmóðir. Systkini hans sammæðra voru Ingibjörg (f. 1919), Salómon (f. 1921) og Hulda (f. 1922).

Erlendur gekk menntaveginn, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf að því loknu náms við Háskóla Íslands í íslensku og sagnfræði. Síðan í uppeldis- og kennslufræði og lauk því námi 1953. Þá nam hann enskar og amerískar samtímabókmenntir við Háskólann í Bristol í Englandi 1965 – 1966.

Erlendur vann við skrifstofustörf í franska sendiráðinu 1953 – 1955. Hann starfaði síðan við kennslu í gagnfræðaskóla og síðar við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1955 – 1999. Einnig starfaði hann sem bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið frá árinu 1963. Frá árinu 1966 starfaði hann að ýmsum félagsmálum. Þá flutti hann fyrirlestra um afmarkað bókmenntaefni við heimspekideild Háskóla Íslands á árunum 1968 – 1975. Árið 1987 hlaut Erlendur 4. verðlaun í leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins, fyrir leikrit sitt Minningar úr Skuggahverfi. Erlendur er kvæntur Mörtu Ágústsdóttur en hún er fædd 29. júní 1928 í Vestmannaeyjum.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

 • 1960 Íslensk bókmenntasaga 1550 - 1950
 • 1967 Skuggar á torgi, ljóð
 • 1971 Íslensk skáldsagnaritun 1940 - 1970, fræðirit
 • 1974 Ljóðleit
 • 1978 Fyrir stríð, ljóð
 • 1982 Heitu árin, ljóð
 • 1984 Laufið grænt, skáldsaga
 • 1987 Farseðlar til Argentínu, skáldsaga
 • 1989 Borgarmúr, ljóð
 • 1990 Endurfundir, skáldsaga
 • 1993 Svipmót og manngerð, fræðirit
 • 1999 Vatnaspegill, ljóð
 • 2004 Svipmót og manngerð, 2. útgáfa aukin
 • 2007 Að kvöldi dags, minningarit

Leikverk[breyta | breyta frumkóða]

 • 1979 Heildsalinn, fulltrúinn og kvenmaðurinn
 • 1981 Ræsting
 • 1982 Líkræða
 • 1987 Minningar úr Skuggahverfi

Umsjón með útgáfum[breyta | breyta frumkóða]

 • 1972 Trúarleg ljóð ungra skálda, ásamt Jóhanni Hjálmarssyni
 • 1981 Ströndin blá, eftir Kristmann Guðmundsson

Greinar um íslenskar bókmenntir hafa birst í eftirtöldum ritum[breyta | breyta frumkóða]

 • 1972 Moderne Weltliteratur, Stuttgart
 • 1972 World Literature Since 1945, New York, London
 • 1977 Literatura mundial moderna, Madrid
 • 1986 The Nordic Mind, New York, London

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]