Erlendur Jónsson (f. 1929)

Erlendur Jónsson (8. apríl 1929 - 17. júlí 2023) var íslenskur rithöfundur og ljóðskáld og fyrrverandi gagnrýnandi og kennari.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Hann fæddist 8. apríl 1929 á Geithóli í Staðarhreppi, Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón Ásmundsson, bóndi og organisti og Stefanía Guðmundsdóttir (1895 – 1973), ljósmóðir. Systkini hans sammæðra voru Ingibjörg (f. 1919), Salómon (f. 1921) og Hulda (f. 1922).
Erlendur gekk menntaveginn, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf að því loknu náms við Háskóla Íslands í íslensku og sagnfræði. Síðan í uppeldis- og kennslufræði og lauk því námi 1953. Þá nam hann enskar og amerískar samtímabókmenntir við Háskólann í Bristol í Englandi 1965 – 1966.
Erlendur vann við skrifstofustörf í franska sendiráðinu 1953 – 1955. Hann starfaði síðan við kennslu í gagnfræðaskóla og síðar við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1955 – 1999. Einnig starfaði hann sem bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið frá árinu 1963. Frá árinu 1966 starfaði hann að ýmsum félagsmálum. Þá flutti hann fyrirlestra um afmarkað bókmenntaefni við heimspekideild Háskóla Íslands á árunum 1968 – 1975. Árið 1987 hlaut Erlendur 4. verðlaun í leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins, fyrir leikrit sitt Minningar úr Skuggahverfi. Erlendur var kvæntur Mörtu Ágústsdóttur en hún fæddist 29. júní 1928 í Vestmannaeyjum.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- 1960 Íslensk bókmenntasaga 1550 - 1950
- 1967 Skuggar á torgi, ljóð
- 1971 Íslensk skáldsagnaritun 1940 - 1970, fræðirit
- 1974 Ljóðleit
- 1978 Fyrir stríð, ljóð
- 1982 Heitu árin, ljóð
- 1984 Laufið grænt, skáldsaga
- 1987 Farseðlar til Argentínu, skáldsaga
- 1989 Borgarmúr, ljóð
- 1990 Endurfundir, skáldsaga
- 1993 Svipmót og manngerð, fræðirit
- 1999 Vatnaspegill, ljóð
- 2004 Svipmót og manngerð, 2. útgáfa aukin
- 2007 Að kvöldi dags, minningarit
Leikverk
[breyta | breyta frumkóða]- 1979 Heildsalinn, fulltrúinn og kvenmaðurinn
- 1981 Ræsting
- 1982 Líkræða
- 1987 Minningar úr Skuggahverfi
Umsjón með útgáfum
[breyta | breyta frumkóða]- 1972 Trúarleg ljóð ungra skálda, ásamt Jóhanni Hjálmarssyni
- 1981 Ströndin blá, eftir Kristmann Guðmundsson
Greinar um íslenskar bókmenntir hafa birst í eftirtöldum ritum
[breyta | breyta frumkóða]- 1972 Moderne Weltliteratur, Stuttgart
- 1972 World Literature Since 1945, New York, London
- 1977 Literatura mundial moderna, Madrid
- 1986 The Nordic Mind, New York, London
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Sigurborg Hilmarsdóttir (ritstj.) (1993). Skáldatal Reykjavík: Námsgagnastofnun.
- http://www.rsi.is/felagatal