Fara í innihald

Epistilbít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Epistilbít

Epistilbít er frekar fágætt steinefni.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Epistilbít myndar þrístrenda, aflanga og frekar þykka hvíta eða glæra og oft rauðleit eða grænleit kristala er þynnast til jaðranna. Myndar oft tvíbura verður tígullaga í mynd. Kristalstærð 0,5-1 cm, fundist allt að 3 cm hér á landi. Kristallarnir oft samvaxnir og mynda klasa eða knippi.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si6O16 • 5H2O
  • Kristalgerð: mónóklín
  • Harka: 4-4½
  • Eðlisþyngd: 2,22-2,68
  • Kleyfni: góð

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Fágætt, finnst í þóleiíti neðarlega í blágrýtisfjöllum. Helstu fundarstaðir á Íslandi eru Austfirðir, Vesturland í Hvalfirði og Borgarfirði

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2