Ennisblað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ennisblað (lobus frontalis) er eitt af þeim fjórum heilahvelum, hin verandi hvirfilblað, hnakkablað og gagnaugablöð. Í ennisblaðinu er aðalmiðstöð hreyfifærni þaðan sem boð eru send niður mænuna til vöðva líkamans og þeim gefin fyrirmæli um ákveðnar hreyfingar. Í ennisblaðinu eru einnig sérstakar stöðvar fyrir stjórn augnhreyfinga og á vinstra heilahveli er málstöð sem stjórnar tali og samræðum. Neðanvert á framheilanum og í heilaberkinum (prefrontal cortex) er svæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni.


Hlutar[breyta | breyta frumkóða]

Ennisblað – Frontal lobe

Framanmiðjugári (precentral gyrus)
Miðjuskora (Central sulcus)
Framanmiðjurauf (precentral sulcus)
Efsti, miðju og neðsti ennisblaðs gári (superior, middle, inferior frontal gyri)
Sá neðsti hefur augntóttar (orbital), þríhyrnings (triangular) og loku (opercular)hluta.
Efri og neðri ennisblaðsraufir (superior, inferior frontal sulci)

Ennisblað miðlægt

Gyrðigáraskora (Cingulate sulcus)
Gyrðigári (cingulate gyrus)
Corpus callosum (hvelatengsl)
Hvelatengslaskora (Callosal sulcus)
Miðlægur ennisblaðsgári (medial frontal gyrus)
Neðanhvelatengslareitur (subcallosal area)
Hjáendagári (paraterminal gyrus)
Næryktarskora (paraolfactory sulcus)

Ennisblað niðurflötur

Beinn gári (gyrus rectus, straight gyrus)
Augntóttargárar (orbital gyri)
Lyktarskora (olfactory sulcus)