Endurreisn Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Endurreisn Íslands kallast það tímabil í sögu Íslands eftir efnahagshrunið 2008 þegar viðreisn efnahagskerfisins átti sér stað og víðamiklar breytingar voru gerðar á stjórnsýslu landsins frá árunum 2009 til 2013, eða þau ár sem Ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur voru við völd. Oft er þó talað um endurreisnina utan þessa tímaramma og hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einnig litið á aðgerðir sínar sem hluta af þessu tímabili. Endurreisnin einkenndist einnig af miklum sveiflum í fylgi við íslenska stjórnmálaflokka sem enn heldur áfram í dag, fyrst með miklu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og síðar annarra af stóru flokkunum í þágu lítilla utangarðsflokka. Framkvæmd og niðurstöður endurreisnarinnar hefur verið mikið deiluefni í íslensku samfélagi og mikið ósamræmi í skoðunum er innan og utan Íslands um árangur þess.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.