Endorfín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine og er hópur taugaboðefna sem heiladingullinn framleiðir og hefur meðal annars áhrif á öndun, veitir vellíðunartilfinningu og slær á líkamlegan sársauka og því oft verið kallað morfín líkamans. Líkaminn framleiðir endorfín við vissar aðstæður eins og við líkamlega hreyfingu, kynlíf og þegar við komumst í uppnám.

Endogenous morphine hefur verið þýtt sem innrænt morfín vegna þess að það er framleitt í heilanum og er efnafræðileg bygging þess svipuð morfíni og öðrum ópíötum. Minnst 18 efnasambönd hafa fundist af endorfíni, en einnig er endorfín notað sem samheiti yfir enkefalína en heilinn framleiðir þá einnig og hafa þeir svipaða virkni, en þó vægari, en önnur endorfín.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann??“. Vísindavefurinn. (Skoðað 27.10.2013).
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.