Fara í innihald

Sporbaugur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ellipsa)

Sporbaugur eða sporaskja er heiti aflangs, lokaðs ferils sem er einn af keilusniðunum. Summa fjarlægða frá brennipunktunum, sem eru tveir, að sérhverjum punkti á ferlinum er ávallt fasti, en líta má á hring sem sértilvik sporbaugs þar sem brennipunktarnir eru einn og sami punkturinn. Brautir reikistjarna og halastjarna eru sporbaugar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.