Fara í innihald

Elliot Page

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elliot Page
Mynd frá 2021
Mynd frá 2021
Upplýsingar
FæðingEllen Grace Philpotts-Page
21. febrúar 1987 (1987-02-21) (37 ára)
Halifax í Nova Scotia í Kanada
Ár1997–nú

Elliott Page (fæddur sem Ellen Grace Philpotts-Page 21. febrúar 1987) er kanadískur leikari sem hlaut heimsfrægð fyrir hlutverk sitt í myndinni Juno árið 2007, sem unglingsstúlka sem ákveður að gefa barn sitt til ættleiðingar. Fyrir hlutverkið hlaut Elliot fjölmargar tilnefningar, meðal annars af Screen Actors Guild og BAFTA.

Í febrúar 2014 lýsti Elliot því yfir að hann væri lesbía (en á þeim tíma skilgreindi hann sig sem konu) og 1. desember 2020 lýsti hann því yfir að hann væri trans maður og héti nú Elliot.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.