Elliot Page
Útlit
Elliot Page | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæðing | Ellen Grace Philpotts-Page 21. febrúar 1987 Halifax í Nova Scotia í Kanada |
Ár | 1997–nú |
Elliott Page (fæddur sem Ellen Grace Philpotts-Page 21. febrúar 1987) er kanadískur leikari sem hlaut heimsfrægð fyrir hlutverk sitt í myndinni Juno árið 2007, sem unglingsstúlka sem ákveður að gefa barn sitt til ættleiðingar. Fyrir hlutverkið hlaut Elliot fjölmargar tilnefningar, meðal annars af Screen Actors Guild og BAFTA.
Í febrúar 2014 lýsti Elliot því yfir að hann væri lesbía (en á þeim tíma skilgreindi hann sig sem konu) og 1. desember 2020 lýsti hann því yfir að hann væri trans maður og héti nú Elliot.